Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Einstaklingar og sprotafyrirtæki sett til hliðar hjá Matvælasjóði
Fréttir 12. mars 2021

Einstaklingar og sprotafyrirtæki sett til hliðar hjá Matvælasjóði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Matvælasjóður skiptir okkur smáframleiðendur matvæla miklu máli og því er afar mikilvægt að atvik eins og það sem fjallað var um í frétt Bændablaðsins endurtaki sig ekki. Mikilvægi slíkrar umfjöllunar felst í þeim lærdómi sem hægt er að draga af henni sem nýtist vonandi í umbætur á ferlinu áður en farið er í næstu úthlutun,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla.

Fjöldi félagsmanna hefur sett sig í samband við hana eftir að umræður um úthlutun úr Matvælasjóði komust í hámæli eftir umfjöllun blaðsins um umsögn frá sjóðnum vegna höfnunar á styrk til eins félagsmanns Geitfjárræktarfélags Íslands. Margir smáframleiðendur velta að sögn Oddnýjar Önnu vöngum yfir umsögnum og eins úthlutun úr Matvælasjóði. Bændablaðið tók nokkra þeirra tali.

Sjóðurinn úthlutaði 480 milljónum króna skömmu fyrir jól til 62 fyrirtækja eða einstaklinga. Einn þeirra smáframleiðenda sem Bændablaðið ræddi við segir að sjóðurinn hafi í upphafi verið kynntur sem hluti af viðspyrnu vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins á Íslandi og menn því fullir bjartsýni á að styrkja ætti einstaklinga og sprotafyrirtæki með góðar hugmyndir og verkefni á sviði nýsköpunar í matvælum. Niður­staðan eftir úthlutun hafi hins vegar verið sú að stór hluti þeirrar upphæðar sem til ráðstöfunar var rann annars vegar til stórfyrirtækja sem sum hver hafi greitt sér milljarða í arðgreiðslur undanfarin ár og hins vegar til hálfopinberra stofnana. Einstaklingar og sprotafyrirtæki sem svo sannarlega hefðu þurft á styrk að halda til að koma sínum góðu hugmyndum áfram hafi á sama tíma verið sett til hliðar.

Stóru sjávarútvegsfyrirtækin fengu mest

Smáframleiðandinn nefnir að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi sem dæmi fengið ríflega 21 milljón króna í styrk vegna verkefnis sem snýst um markaðssókn fyrir þorsk á Bretlandsmarkað og Íslandsstofa sem sér um markaðsmál fyrir íslenskan sjávarútveg fengið 6,3 milljónir króna í styrk vegna kynningarátaks fyrir saltaðan þorsk í Suður-Evrópu. Verkefni af því tagi hafi staðið yfir í áratugi og teljist varla nýnæmi eða nýsköpun, en við mat á styrkhæfni verkefna er að sögn sjóðsins mikil áhersla lögð á nýnæmi þeirra.

Nýsköpunarfyrirtæki hafi á sama tíma gjarnan fengið í umsögn við höfnun á styrk að verkefni þeirra þættu ekki nægilegt nýnæmi.
Hann bætti við að hann hefði frekar talið að stór sjávarútvegs­­fyrirtæki sem greitt hefðu eigendum sínum ríflegan arð á umliðnum árum myndu með stolti greiða pening í Matvælasjóð frekar en sækja um og þiggja úr honum styrk.

Neikvætt viðhorf til nautgriparæktar

Einn viðmælandi, kúabóndi sem er með heimavinnslu, sótti um styrk til að gera heimasíðu með vefsölu og tók fram í umsókninni að þau keyrðu út vörur á rafmagnsbíl til að minnka kolefnissporið. Hans gagnrýni snýst ekki um að þau hafi ekki fengið styrk, heldur það sem stóð í umsögninni. Það var á þá leið að þar sem þau væru kúabændur skipti ekki máli hvort þau keyrðu vörurnar út á rafmagnsbíl, kolefnisspor nautgriparæktar væri svo hátt.

Misvísandi upplýsingar

Annar félagsmaður kveðst hafa fagnað mjög tilkomu Matvælasjóðs, lesið sér vel til um hann og mætt á fundi og spurt vandlega hvað væri styrkhæft og hvað ekki. Iðulega hafi svar við spurningum verið á þá lund að það sem um var spurt væri ekki styrkhæft og því lagði hann ekki í að sækja um. Við úthlutun styrkja hafi hins vegar fyrirtæki sem ætlaði að gera nákvæmlega sama hlut fengið tveggja milljón króna styrk. Upplýsingar um hvað væri styrkhæft og hvað ekki hafi því greinilega verið mjög misvísandi.

Nokkrir viðmælendur nefndu að það væri einkennilegt að miða við að fyrirtæki geti ekki verið eldri en fimm ára til að geta sótt um í Bárunni. Margir frumkvöðlar eigi fyrirtæki sem eru eldri, en verkefnið sem þeir séu að sækja um styrk fyrir sé glænýtt og jafnvel ótengt núverandi starfsemi. Til að geta fengið styrk fyrir þá nýsköpun geti þau ekki nýtt kennitölu þess fyrirtækis þó það væri einfaldast og ódýrast. Eins veltu nokkrir fyrir sér hvers vegna stuðningur við smáframleiðendur, m.a. í formi fræðslu og handleiðslu, væri undanskilinn þar sem hann sé oft forsenda fyrir því að þeir nái árangri.

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka smáframleiðenda matvæla.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...