Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
El Nino í kortunum
Fréttir 24. febrúar 2017

El Nino í kortunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veðurfræðingar Alþjóða­veður­fræðistofnunarinnar (WNO) segja mögulegt að aðstæður fyrir veðurfyrirbærið El Nino myndist seinna á árinu.

Árin 2015 og 2016 olli einstaklega öflugur El Nino því að meðalhiti jarðar hækkaði sem aldrei fyrr og í kjölfarið þurrkar og uppskerubrestur víða um heim.

Fram til þessa hafa liðið að minnsta kosti tvö til sjö ár á milli El Nino og lofthiti lækkað milli uppsveiflna.

El Nino er heiti yfir það þegar breytingar verða á staðvindum í Kyrrahafinu sem valda óvenju­háum sjávarhita við miðbaug. Við El Nino ár, þá minnkar úrkoman í Indónesíu og Ástralíu, á sama tíma og úrkoma eykst í Suður-Ameríku og hluta Bandaríkjanna. Á spænsku þýðir El Nino drengur og vísar til Jesúbarnsins í jötunni.

Lofthiti jarðar mælist alltaf hár á El Nino-árum og með aukningu lofthita vegna gróðurhúsalofttegunda er líklegt að enn eitt hitastig jarðar verði slegið fljótlega.

Samkvæmt WNO eru líkur á myndun El Nino í lok árs um 40%.

Skylt efni: Veður | El Nino

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...