Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Elstu og hæstu hengibjörk landsins bjargað frá falli
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 4. nóvember 2015

Elstu og hæstu hengibjörk landsins bjargað frá falli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Stofnar rúmlega aldargamall­ar hengibjarkar sem stendur við Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri voru festir saman með vír til að hrindra að tréð klofni. Björkin var lík­lega ræktuð þar upp af norsku fræi snemma á 20. öld. Sprunga var komin í stofninn þar sem hann skiptist í tvennt og höfðu menn á­hyggjur af því að tréð gæti klofn­að og drepist. Björkin var lík­lega ræktuð þar upp af norsku fræi snemma á 20. öld.
Í Skandinavíu eru fullvaxta tré af þessari tegund gjarnan 15–25 metra há en tréð við Gömlu-Gróðrarstöðina er örugglega komið yfir 15 metra hæð. Aðstæður eru samt nokkuð erfiðar til að mæla hæð trésins nákvæmlega.
 
Á síðustu misserum hefur mynd­ast sprunga í stofninn neðan við skipt­inguna sem smám saman hefur gleikk­að og því höfðu menn áhyggjur af því að dagar trésins gætu senn verið tald­ir, yrði ekkert að gert. Annar eða báð­ir stofnarnir hefðu getað brotnað í stór­viðri, stofninn klofnað og tréð drepist.
 
Stendur vonandi lengi enn
 
Hallgrímur Indriðason, skipulags­fulltrúi Skógræktar ríkisins, gekk til verks til að bjarga trénu ásamt Brynjari Skúlasyni, skógfræðingi hjá Rannsókn­astöð skógræktar, Mógilsá. Fengnir voru myndarlegir 10 mm snittteinar og tilheyrandi lykkjur og festingar ásamt vír til að strengja milli stofna trésins. Borað var í báða stofnana, teinunum stungið í gegn og vírinn festur á milli. Loks var hert upp á teinunum og stofnarnir togaðir örlítið saman. Nú er vonandi að hengibjörkin falleg­a fái að standa lengi enn. Þetta er án efa bæði elsta og stærsta hengi­björk á Íslandi og stór tré af þessari tegund eru sjaldgæf hérlendis. Frá þessu er sagt á vef Skógræktar ríkisins, skogur.is. 

5 myndir:

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...