Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Stofnstærð heiðargæsar er í sögulegu hámarki.
Stofnstærð heiðargæsar er í sögulegu hámarki.
Mynd / Natalie Shiel
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktunartillögu um leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitíma.

Tillögur af þessu tagi hafa verið lagðar fram á fimm síðustu löggjafarþingum en ekki hlotið brautargengi. Tillagan nú felur í sér að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra útbúi tillögur um heimild til tímabundinna og skilyrtra veiða fuglanna á kornökrum og túnum á tilteknu tímabilum.

Veruleg fjölgun fugla

„Leyfin verði veitt á þeim svæðum þar sem þörf er talin á aðgerðum vegna verulegs ágangs fugla á tún og kornakra“, segir í þingsályktunartillögunni en í henni felst einnig að ráðherra geri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi.

Í greinargerð er sagt að álftir, grágæsir, heiðagæsir og helsingjar valdi miklu tjóni á túnum og kornökrum. Álftin hefur verið friðuð frá árinu 1913 en frá þeim tíma hefur stofninn stækkað verulega. Um 1960 var hann um 3.000–5.000 fuglar en núna er stofnstærð talin 34.000. Þá sé stofnstærð heiðagæsar í sögulegu hámarki, um 500.000 fuglar, grágæsir um 60.000 og helsingjum fer verulega fjölgandi.

Engar fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir hendi

Í fréttaskýringu Bændablaðsins frá 2023 um málefnið er vandræðum bænda lýst sem vaxandi vandamáli. Þeir bændur sem lenda í miklum ágangi geta orðið fyrir talsverðu tjóni; heymagn minnkar og verður jafnvel ólystugt vegna mengunar, kornbændur verða af uppskeru sem vega þarf þá upp á móti með auknum kaupum á innfluttu fóðri.

Þar kemur fram að þeir bændur sem vilja afstýra tjóni vegna ágangs fugla þurfi að gera það á sinn kostnað. Ekkert kerfi styðji við fyrirbyggjandi aðgerðir. Það eina sem í boði sé er að tilkynna þegar tjón hefur átt sér stað og sækja um bætur en þær tjónagreiðslur skili engum árangri.

Frá árinu 2019 hafa bændur getað fengið greidda styrki vegna tjóns vegna ágangs álfta og gæsa á nýrækt, við endurræktun á túnum og kornrækt og rækt annarra fóðurjurta að undangengnu tjónamati sem í ár þarf að skila til matvælaráðuneytisins fyrir 20. október.

Skylt efni: Fuglar

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...