Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, tekur við styrk frá styrktarsjóði geðheilbrigðis hjá Geðhjálp fyrir verkefnið Sálgæsla bænda – fræðsla og forvarnir. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, afhenti honum styrkinn.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, tekur við styrk frá styrktarsjóði geðheilbrigðis hjá Geðhjálp fyrir verkefnið Sálgæsla bænda – fræðsla og forvarnir. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, afhenti honum styrkinn.
Fréttir 24. október 2022

Félagslegur stuðningur: Mikilvægt að tala um líðan bænda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Andleg vanlíðan, streita og kvíði eru einkenni sem bændur upplifa og hafa síðustu ár reynst mörgum íslenskum bændum erfið.

Bændasamtök Íslands telja það brýnt verkefni að vekja athygli á þessu og hyggjast nýta nýfengið styrktarfé til að byggja upp jafningjafræðslu í starfsstéttinni.

Halla Eiríksdóttir.

„Bændur eru útsettir fyrir geðrænum sjúkdómum vegna vinnu sinnar. Þeir búa við ótryggt veðurfar, stjórna ekki verðlaginu, búa jafnan fjarri heilbrigðisþjónustu og eru oft einir í vinnu. Allt eru þetta stórir áhrifaþættir.

Þó þú getir staðið af þér einn þeirra getur sviðsmyndin orðið alvarleg þegar áhrifaþættirnir raðast allir saman,“ segir Halla Eiríksdóttir, sauðfjárbóndi, hjúkrunarfræðingur og stjórnarkona í Bændasamtökum Íslands.

Verkkvíði oft byrjunin

Vinnuumhverfi bænda er erfitt og krefjandi. Á sama tíma og þeim er ætlað að auka framleiðslu og tryggja fæðuöryggi þjóðar á viðsjárverðum tímum séu starfsskilyrðin erfið. Bændur þekki ekki styttingu vinnuvikunnar, helgar- eða sumarfrí. Lífsstíll og heimilislíf bænda er samtvinnað vinnu þeirra með löngum og óreglulegum vinnustundum. Afleysingarþjónusta er afar takmörkuð og mikið traust sé lagt á nánustu aðstandendur eða næsta nágranna.

Þá hafa bændur, sem margir hverjir búa afskekkt, þurft að sæta mikilli einangrun á tímum Covid-19 faraldursins. Þeir hafa því síðustu ár þurft að starfa við erfiðari aðstæður sem reynt hefur á þeirra andlegu hliðar.

„Verkkvíði er oft byrjunin á þessu. Menn draga það að fara í verkin eða mikla þau fyrir sér. Svo byrja neikvæðu hugsanirnar og niðurbrotið. Allt þetta hefur áhrif á fjölskyldulífið sem og búskapinn, þetta er því ekki eins manns vandi.“

Almennt séu fordómar fólks gagnvart eigin vanlíðan miklir, að mati Höllu, svo miklir að fólk veigrar sér við að leita sér aðstoðar. Þess vegna sé mikilvægt að tala um þetta og fræða fólk. Það geti verið erfitt skref fyrir fólk að lúta slíkum heilsukvilla, því búskapur er verkdrifin vinna.

Ósýnileg veikindi

Að geta veitt bændum bjargir til að þekkja merki streitu og andlegrar vanlíðunar er því mikilvægt lýðheilsumál.

Á vordögum fengu Bændasamtökin styrk frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og í vikunni bættist við styrkur frá Geðhjálp. Styrkirnir verða nýttir til að vinna fræðsluefni og myndbönd sem byggja munu á jafningjafræðslu, þar sem bændur sem lent hafa í áföllum deila með öðrum frásögnum og segja frá reynslu sinni. Einnig verður leitað til sérfræðinga á sviði andlegra og geðrænna mála um aðkomu þeirra að fræðslunni.

„Verkefnið felst í því að auðvelda fólki að skilja að andlegur heilsubrestur er sjúkdómstengdur og maður verður að nálgast hann sem slíkan, en ekki í gildishlöðnum viðmiðum fordóma. Við fylgjum forskrift annarra bændasamtaka til að vekja athygli á málefninu meðal bænda og benda þeim á leiðir til sjálfsbjargar,“ segir Halla.

Hún telur að geðheilbrigðismál séu því miður almennt á eftir sé miðað við forvarnavinnu og meðferð við líkamlegum kvillum. Því þurfi að bregðast við.

„Ef þú fótbrotnar þá færðu ekki þau svör að það muni sérfræðingur líta á þig eftir mánuð. Þannig er það oft þegar kemur að geðrænum vandamálum. Á meðan fólk bíður eftir aðstoð þarf það einfaldlega að tóra og halda áfram að gera allt sem það hefur gert áður.“

Skylt efni: geðheilsa

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...