Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jón Baldur Lorange, framkvæmda­stjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Jón Baldur Lorange, framkvæmda­stjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Mynd / smh
Fréttir 10. júlí 2018

Fimm umsóknir bárust Matvælastofnun

Höfundur: Sigurður Már Harðarson
Fimm umsóknir um styrk til aðlögunar að lífrænum búskap bárust Búnaðarstofu Matvæla­stofnunar, en umsóknarfresturinn rann út um miðjan maí. 
 
Að sögn Jóns Baldurs Lorange, framkvæmdastjóra Búnaðarstofu Matvælastofnunar, er unnið að yfirferð umsókna og mun endanleg niðurstaða  um afgreiðslu aðlögunarstuðningsins liggja fyrir í september næstkomandi. 
 
Markmið aðlögunarstyrkjanna er að aðstoða framleiðendur við að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í vottaðri lífrænni búvöruframleiðslu og auka framboð lífrænna vara á markaði. Gert er ráð fyrir að hægt sé að styrkja hvern umsækjanda að hámarki um helming af áætluðum kostnaði við aðlögunina. Þó getur stuðningur aldrei numið meira en 20 prósent af þeirri heildarupphæð sem er til ráðstöfunar samkvæmt fjárlögum hverju sinni.
 
Afgangi síðasta árs ráðstafað í gegnum VOR
 
Á síðasta ári með nýjum búvöru­samningum var bætt verulega við fjármagni til aðlögunar að lífrænum búskap og voru þá 35 milljónir króna til ráðstöfunar – sem var um tíföldun á fyrri stuðningi. Aðeins ein gild umsókn barst þá og gengu því rúmlega 31 milljón af á síðasta ári. Jón Baldur segir að framkvæmdanefnd búvörusamninga hafi tekið ákvörðun um að ráðstafa þeim afgangi í samræmi við samning sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gerði við VOR, sem er félagsskapur bænda í lífrænum búskap, og því séu þeir fjármunir ekki lengur á borði Matvælastofnunar.
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...