Fjárfestingastuðningur í nautgriparækt
Í samræmi við reglugerð um stuðning í nautgriparækt nr. 1150/2016 auglýsir Matvælastofnun eftir umsækjendum vegna fjárfestingastuðnings.
Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur skv. reglugerð um velferð nautgripa nr. 1065/2014. Stuðningurinn er veittur bæði vegna nýframkvæmda og endurbóta á eldri byggingum sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði nautgripa og aukinni umhverfisvernd.
Umsóknum skal skila inn rafrænt í Þjónustugátt Matvælastofnunar eigi síðar en 31. mars nk. vegna framkvæmda á árinu. Vakin er athygli á að umsóknum skal fylgja framkvæmda- og kostnaðaráætlun, ef um byggingu sé að ræða skulu fylgja teikningar.