Fjarfundur Bændasamtaka Íslands með bændum
Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa á undanförnum dögum fundað með bændum vítt og breitt um landið. Fjarfundur verður haldinn á morgun föstudag klukkan 11:30.
Fresta þurfti fundi á Patreksfirði vegna veðurs og er gert ráð fyrir að stjórn og starfmenn BÍ fari þangað til fundar við bændur síðar, auk þess sem gert er ráð fyrir fundum á Ísafirði og á Kirkjubæjarklaustri.
Á fjarfundinum fer fram almenn kynning á BÍ, farið verður yfir breytingarferli samtakanna ásamt starfsskilyrðum landbúnaðarins og hver stóru verkefnin eru framundan. Hvetja BÍ bændur til að skrá sig á fundinn, en fundargestum gefst kostur á að koma með spurningar til framsögumanna í gegnum spjallið í Teams eða með því að biðja um orðið í handaruppréttingu að lokinni kynningu.
Einungis verða leyfðar stuttar spurningar og athugasemdir (1-2 mínútur).