Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bændafundur Bændasamtaka Íslands á Selfossi.
Bændafundur Bændasamtaka Íslands á Selfossi.
Mynd / BÍ
Fréttir 28. október 2021

Fjarfundur Bændasamtaka Íslands með bændum

Höfundur: Ritstjórn

Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa á undanförnum dögum fundað með bændum vítt og breitt um landið. Fjarfundur verður haldinn á morgun föstudag klukkan 11:30.

Fresta þurfti fundi á Patreksfirði vegna veðurs og er gert ráð fyrir að stjórn og starfmenn BÍ fari þangað til fundar við bændur síðar, auk þess sem gert er ráð fyrir fundum á Ísafirði og á Kirkjubæjarklaustri.

Á fjarfundinum fer fram almenn kynning á BÍ, farið verður yfir breytingarferli samtakanna ásamt starfsskilyrðum landbúnaðarins og hver stóru verkefnin eru framundan. Hvetja BÍ bændur til að skrá sig á fundinn, en fundargestum gefst kostur á að koma með spurningar til framsögumanna í gegnum spjallið í Teams eða með því að biðja um orðið í handaruppréttingu að lokinni kynningu.

Einungis verða leyfðar stuttar spurningar og athugasemdir (1-2 mínútur).

 

Skráning á fundinn.

Skylt efni: bændafundir

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...