Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Himbrimi á hreiðri.
Himbrimi á hreiðri.
Mynd / HKr.
Fréttir 16. febrúar 2022

Fleiri himbrimar sjást en áður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Meira var um hávellu, æðarfugl, sendlinga og snjótittlinga við vetrar­fuglatalningar á Norð­austur­­landi, en Gaumur, sjálf­bærni­verkefni sem einbeitir sér að þessu landshorni, hefur uppfært gögn um fuglalíf á vöktunarsvæði sínu. Þetta á við um öll svæði önnur en á og við Mývatn. Helstu tíðindi úr talning­unum eru þau að fjöldi himbrima hefur tvöfaldast frá árinu 2011.

Vetrarfuglatalning fer fram undir stjórn Náttúrufræðistofnunar. Vetrarfuglatalningin er langtíma vöktunarverkefni sem hefur staðið frá árinu 1952 og er eitt lengsta samfellda vöktunarverkefni á landinu samkvæmt upplýsingum á vef Náttúrufræðistofnunar. Talningin byggir á þátttöku sjálfboðaliða og fer fram í kringum áramót ár hvert.

Vatnafuglar eru taldir tvisvar á sumri á tilteknum svæðum. Náttúrustofa Norðausturlands sér um talningu utan Mývatns, Laxár, Svartár og Svartárvatns. Markmiðið er að fylgjast með þróun vatnafuglastofna. Fylgst er með vatnafuglastofnum í Ljósavatnsskarði, Reykjadal og Aðaldal á vöktunarsvæði Gaums.

Helstu breytingar varðandi vetrarfugla er að meira var af hávellu, æðarfugli, sendlingi og snjótittlingi árið 2020 en 2019 en þó ekki meira en oft áður á vöktunartíma Gaums.
Varðandi vatnafugla er helst að sjá að himbrimum virðist vera að fjölga á svæðinu, ekki bara á milli ára heldur einnig yfir tímabilið sem Gaumur hefur fylgst með. Himbrimar hafa verið á bilinu 8-11 lengst af en á árinu 2021 voru þeir 17 eða tvöfalt fleiri en árið 2011.

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...