Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Innviðaráðherra kom nýlega við hjá hópferðafyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar (GTS) á Selfossi og vígði þar nýja 49 manna rafmagnsrútu með því að taka smá rúnt á henni. GTS ætlar sér að rafmagnsvæða allar rútur fyrirtækisins, sem eru um 40 talsins, á næstu fimm árum.
Innviðaráðherra kom nýlega við hjá hópferðafyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar (GTS) á Selfossi og vígði þar nýja 49 manna rafmagnsrútu með því að taka smá rúnt á henni. GTS ætlar sér að rafmagnsvæða allar rútur fyrirtækisins, sem eru um 40 talsins, á næstu fimm árum.
Mynd / MHH
Fréttir 20. júní 2023

Fólksbílaflotinn ber ábyrgð á 64% losun og hópferðabílar 6%

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ríkisstjórn Íslands hefur sett loftslagsmál í forgang og kynnt sérstaka aðgerðaáætlun þar að lútandi.

Stjórnvöld hafa sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55% eða meira til 2030 og stefnt er að kolefnishlutleysi árið 2040 með markvissum aðgerðum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra segir að til þess að ná þessu marki þurfi samhent átak stjórnvalda og stofnana með þátttöku allra í samfélaginu, ekki síst öflugra fyrirtækja.

Einstaklingar taka einnig þátt í verkefninu með ýmsum hætti en gera einnig skýrar kröfur um að tekið verði fast á málum. Með auknum umsvifum á síðustu árum, ekki síst í ferðaþjónustu, hefur bílafloti hópferðafyrirtækja stækkað.

„Samkvæmt ökutækjaskrá hjá Samgöngustofu eru alls 3.148 hópbifreiðar í landinu en undir þann ökutækjaflokk falla raunar bæði rútur og allir almenningsvagnar. Við vitum líka að nær allur hópbifreiðaflotinn hefur verið knúinn með dísel, eða 2.996 ökutæki, en 120 eru bensínbílar. Nokkrar rútur eru knúnar með metan eða lífdísil og fimmtán strætisvagnar eru rafknúnir eftir því sem ég veit best,“ segir Sigurður Ingi.

Hann segir að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum hafi verið metin og árið 2021 báru hópferðabílar ábyrgð á 6% af heildarlosuninni. 

Flutningabílar bera ábyrgð á 19% og sendibílar 11% en býsna stór fólksbílafloti landsmanna ber ábyrgð á 64% af heildarlosuninni.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...