Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Stjórnarkonur FKA Austurlands f.v.: Jóhanna Þráinsdóttir, Valdís Björk Geirsdóttir, Ragna S. Óskarsdóttir, Heiða Ingimarsdóttir, Jóhanna Heiðdal og Jóna Björt Friðriksdóttir. Á myndina vantar Öglu Heiði Hauksdóttur, Hrafndísi Báru Einarsdóttur og Rebekku Rán Egilsdóttur.
Stjórnarkonur FKA Austurlands f.v.: Jóhanna Þráinsdóttir, Valdís Björk Geirsdóttir, Ragna S. Óskarsdóttir, Heiða Ingimarsdóttir, Jóhanna Heiðdal og Jóna Björt Friðriksdóttir. Á myndina vantar Öglu Heiði Hauksdóttur, Hrafndísi Báru Einarsdóttur og Rebekku Rán Egilsdóttur.
Mynd / FKA
Fréttir 21. júní 2023

Forkólfar á Austurlandi sameinast í FKA

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Konur á Austurlandi hafa nú stofnað Félag kvenna í atvinnurekstri á Austurlandi. Stofnfundur FKA Austurlands var haldinn eystra í lok maí og sóttu hann rúmlega hundrað konur af öllu landinu.

Markmiðið með stofnun félagsins, sem verður landsbyggðardeild í Samtökum kvenna í atvinnulífinu (FKA) ásamt Norðurlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi, er að efla konur, stuðla að auknu samtali kvenna á milli, fjölga tækifærum kvenna í atvinnulífinu á Austurlandi ásamt því að tengjast öðrum félagskonum FKA óháð staðsetningu.

„Nú er það kvenna á öllu Austurlandi að ákveða hversu bratt þær mæta í fjörið í FKA en næstu skref eru að hrista hópinn saman og efla tengslin. Svo koma þær af krafti í starfið hjá félaginu sem er bæði blómlegt og fjölbreytt,“ segir Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA.

Í stjórn FKA Austurlands sitja sjö konur og tveir varamenn. Það kemur í hlut þeirra að móta starfið út frá gildum og markmiðum FKA en þróa starfsemina á þann hátt að gagnist konum á Austurlandi sem best.

Þess má geta að í ársbyrjun 2006 stofnuðu konur á Austurlandi samtökin Tengslanet austfirskra kvenna, TAK, sem enn er starfandi og var stofnað til að efla konur á Austurlandi til þátttöku og sýnileika hvarvetna í samfélaginu og við stjórnvölinn.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...