Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórnarkonur FKA Austurlands f.v.: Jóhanna Þráinsdóttir, Valdís Björk Geirsdóttir, Ragna S. Óskarsdóttir, Heiða Ingimarsdóttir, Jóhanna Heiðdal og Jóna Björt Friðriksdóttir. Á myndina vantar Öglu Heiði Hauksdóttur, Hrafndísi Báru Einarsdóttur og Rebekku Rán Egilsdóttur.
Stjórnarkonur FKA Austurlands f.v.: Jóhanna Þráinsdóttir, Valdís Björk Geirsdóttir, Ragna S. Óskarsdóttir, Heiða Ingimarsdóttir, Jóhanna Heiðdal og Jóna Björt Friðriksdóttir. Á myndina vantar Öglu Heiði Hauksdóttur, Hrafndísi Báru Einarsdóttur og Rebekku Rán Egilsdóttur.
Mynd / FKA
Fréttir 21. júní 2023

Forkólfar á Austurlandi sameinast í FKA

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Konur á Austurlandi hafa nú stofnað Félag kvenna í atvinnurekstri á Austurlandi. Stofnfundur FKA Austurlands var haldinn eystra í lok maí og sóttu hann rúmlega hundrað konur af öllu landinu.

Markmiðið með stofnun félagsins, sem verður landsbyggðardeild í Samtökum kvenna í atvinnulífinu (FKA) ásamt Norðurlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi, er að efla konur, stuðla að auknu samtali kvenna á milli, fjölga tækifærum kvenna í atvinnulífinu á Austurlandi ásamt því að tengjast öðrum félagskonum FKA óháð staðsetningu.

„Nú er það kvenna á öllu Austurlandi að ákveða hversu bratt þær mæta í fjörið í FKA en næstu skref eru að hrista hópinn saman og efla tengslin. Svo koma þær af krafti í starfið hjá félaginu sem er bæði blómlegt og fjölbreytt,“ segir Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA.

Í stjórn FKA Austurlands sitja sjö konur og tveir varamenn. Það kemur í hlut þeirra að móta starfið út frá gildum og markmiðum FKA en þróa starfsemina á þann hátt að gagnist konum á Austurlandi sem best.

Þess má geta að í ársbyrjun 2006 stofnuðu konur á Austurlandi samtökin Tengslanet austfirskra kvenna, TAK, sem enn er starfandi og var stofnað til að efla konur á Austurlandi til þátttöku og sýnileika hvarvetna í samfélaginu og við stjórnvölinn.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...