Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, ásamt kröfuhörðum kokkum Okura Hotelsins í Tokyo.
Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, ásamt kröfuhörðum kokkum Okura Hotelsins í Tokyo.
Fréttir 24. október 2019

Forseti Íslands á lambakjötskynningu í Tókýó

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, tók þátt í kynningu á íslensku lambakjöti í Tókýó höfuðborg Japans í heimsókn sinn ásamt frú Elizu Reid til landsins til að vera viðstödd krýn­ing­ar­hátíð Naru­hito Jap­an­skeis­ara.

Okura Hotel, Tokyo er eitt þekktasta hótel Japans, en íslenskt lambakjöt verður framvegis á boðstólum á frönskum veitingastað hótelsins Nouvelle Epoque.

Það að kjötið verði á boðstólum á hótelinu þykir mjög gott skref í kynningu og sölu á íslensku lambakjöti í Japan enda kokkar hótelsins gríðarlega kröfuharðir á öll aðföng.

Með forseta í för var einnig Jón Atli Benediktsson rektor HÍ og Friðrik Sigurðsson yfirkokkur utanríkisráðuneytisins. Í heimsókninni hitti Forseti meðal annarra Shinzo Abe forsætisráðherra, Tadamori Oshima forseta fulltrúadeildar japanska þjóðþingsins, Yasuhiro Yamashita formann japönsku Ólympíunefndarinnar og ásamt fleirrum.

Síðasti viðburður í dagskrá forseta var móttaka íslenska sendiherrans Elínar Flygenring í sendiráði Íslands í Japan í dag 24.október, þar sem eingöngu íslenskt hráefni var á boðstólum, fiskur, hrossa- og lambakjöt, fyrir um 150 gesti.

Ferð forseta lýkur á morgun föstudag 25.október.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.