Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stærsta dráttarvél heims, Big Bud 747, er nú á Heartland-safninu í Clarion í Iowa í Bandaríkjunum.
Stærsta dráttarvél heims, Big Bud 747, er nú á Heartland-safninu í Clarion í Iowa í Bandaríkjunum.
Mynd / HEARTLAND MUSEUM
Á faglegum nótum 5. apríl 2017

Big Bud 747 með 8 rása segulbandstæki

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Big Bud 747 hefur lengi verið kölluð stærsta dráttarvél sem nokkru sinni hefur verið smíðuð. Ekki hefur Bændablaðið vitneskju um að því stærðarmeti hafi enn verið skákað. 
 
Þessi vél var sérsmíðuð í Havre í Montana í Bandaríkjunum árið 1977. Hún var líka kölluð 16V747 Big Bud og er af framleiðanda og eigendum sögð vera stærsta dráttarvél heims, eða „World largest farm Tractor“. Það þykir m.a. merkilegt í dag að vélin var með 8 rása segulbandstæki auk útvarps í stýrishúsi. 
 
50 plóga traktor
 
Þegar talað er um getu, þá miðuðu amerískir bændur hér áður fyrr oft við það hvað vél gat dregið af svokölluðum „Mouldbord“plógum. Í þeim samanburði var Big Bud 747 talinn vera 50 plóga traktor.
 
Helstu stærðir:
  • Hæð: Frá jörð upp á þakbrún var 4,3 metrar.
  • Lengd: 8,2 metrar.
  • Breidd á vél: 4,06 metrar.
  • Breidd með brettum: 6,35 metrar.
  • Hjólahaf: 4,95 metrar.
  • Öxlar: Clark D-85840.
  • Dekk: 8 stykki 2,4 metrar í þvermál, 1,010 metrar á breidd (38x35 16).
  • Eigin þyngd: 48 tonn.
  • Olíutankur: 3.800 lítrar.
  • Þyngd með olíu og ballest: 68 tonn.
  • Vél: Detroit Diesel 16V92T -  16 strokka tvígengisvél.
  • Afl: 760 hestöfl (570 kW). - Var síðan aukið í 860 hestöfl (640 kW) og aftur í 960 hestöfl (720 kW).
  • Slagrými: Samtals 24,1 lítri (1.472 cid), eða 1,5 lítarar á hverjum strokk (sílindra)
  • Inntak: 2 túrbínur og 2 ofurtúrbínur.
  • Tog vélar: 4.200 Newton metrar við 3.401 snúning á mínútu (ekki ljóst hvort það er út við hjól eða frá vél) 
  • Startari: 24 volt.
  • Rafkerfi á vél: 12 volt. 
  • Rafall: 75 amper.
  • Skipting: Sex gírar áfram 1 gír afturábak. 
  • Átaksmiðað glussakerfi: Hámarksflæði 245,96 lítrar á mínútu. 
  • Glussatankur: 567,64 lítrar. 
  • Búnaður í stýrishúsi: Loftkæling, miðstöð, vinnukonur, snúningsstóll og aukasæti. AM/FM útvarp og 8 ára segulband smíðað 1977. 
 
Fyrstu tvær Big Bud voru minni
 
Fyrstu tvær Big Bud dráttarvélarnar voru af 250 seríu sem var talsvert minni en 747 og voru þær framleiddar fyrir Leonard M. Semenza á Semenza-búgarðinum árið 1968. Þessi búgarður er staðsettur á milli Fort Menton og Chester í Montana-ríki. Jörðin er þokkaleg spilda, allavega á íslenskan mælikvarða, eða 35 þúsund hektarar.
 
Big Bud 747 smíðaður fyrir bómullarbændur
 
Big Bud 747 var aftur á móti upphaflega hönnuð af Wilbur Hensler og smíðuð af Ron Harmon og hans starfsmönnum hjá Northern Manufacturing Company. Kostaði fyrsta vélin 300.000 dollara, eða sem svarar 33,3 milljónum króna miðað við gengi um miðjan dag 13. mars sl. Þessi risavél var smíðuð fyrir Rossi Brothers sem stunduðu bómullarrækt í Bakersfield eða á Old River-svæðinu í Kaliforníu. Þar var vélin notuð í 11 ár eða þar til hún var seld til Willowbrook Farms í Indialantic í  Flórída. 
 
Á báðum býlunum var hún notuð til að „rippa“ eða djúprista land, „deep ripping“. Eftir að vélin hafði staðið ónotuð um tíma var hún svo seld til Roberts og  Randy Williams frá Big Sandy  í Montana. Sá bær er í tæplega 100 km fjarlægð frá þeim stað þar sem vélin var smíðuð 1997. Var vélin síðan notuð af Williams-bræðrum í Chouteau-sýslu til að draga 24 metra langan rifherfi (cultivator). Með þessu verkfæri var hægt að plægja hálfan hektara á mínútu miðað við 13 km hraða á klukkustund. 
 
Sérsmíðuð dekkin á Big Bud 747 voru framleidd af United Tire Company í Kanada. Þegar ákveðið var að hætta að nota Big Bud í júlí 2009 og setja gripina á safn, var afleiðingin m.a. sú að dekkjaframleiðandinn fór á hausinn árið 2000.
 
Big Bud 747 var síðan sýndur á safni Heartland Acres Agribition Center í  Independence í Iowa-ríki. Vélin var síðan flutt á Heartland-safnið í Clarion í Iowa þar sem Williams-bræður kostuðu sérstakan sýningarbás fyrir vélina árið 2013 undir nafninu Williams Big Bud.  
 
Stóri Bud er engin smásmíði en einu sinni þótti gamla John Deere-dráttarvélin, sem stendur við hlið hans, heldur enginn kettlingur. 
 
Í kjölfar þess að ákveðið var að hætta notkun á Big Bud 747 og setja vélina á safn fór kanadíski dekkjaframleiðandinn á hausinn. 

Skylt efni: dráttarvélar | Big Bud 747

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...