Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frakkland fær mest, eða 10 sinnum meira en Danmörk
Mynd / Jez Timms - Unsplash
Fréttir 8. júní 2021

Frakkland fær mest, eða 10 sinnum meira en Danmörk

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Með árlegu framlagi upp á rúma 7 milljarða danskra króna skipar Danmörk 14. sæti yfir þau lönd innan ESB sem fá mestan landbúnaðarstuðning frá ESB. Efst er Frakkland með nær 10 sinnum meiri stuðning en Danmörk.

Þetta eru tölur frá 2019 sem matvæla-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í Danmörku hefur kynnt og eru frá Eurostat.

Franskir bændur með tíu sinnum stærra land en þeir dönsku

Um leið og franskir bændur fá 10 sinnum meiri stuðning en Danir þá verður samt að geta þess að landbúnaðarland franskra bænda er líka meira en 10 sinnum stærra en land danskra bænda. Þá eru franskir bændur að fá örlítið minna greitt á hvern hektara en danskir kollegar þeirra.

Á hæla Frakklands í stuðnings­greiðslum fylgja lönd eins og Spánn, Þýskaland, Ítalía og Pólland. Þannig fá fimm efstu löndin um 60% af heildarfjárveitingunni sem nemur rúmlega 400 milljörðum króna. Þessi tala hefur farið hlutfallslega lækkandi um árabil og stendur nú undir þriðjungi af heildarfjárlögum ESB. Á árinu 2007 námu niður­greiðslur til landbúnaðar hjá Evrópu­sambandinu um helming fjárlag­anna, að því er fram kemur í frétt Landbrugsavisen.

Bændur á Möltu fá langmest á hvern hektara

Tölurnar sýna einnig hvaða lönd fá mestan stuðning í krónum á hektara landbúnaðarlands. Þar er bæði um að ræða beinan stuðning, markaðsstuðning og stuðning vegna áætlunar um þróun landsbyggðar. Malta og Kýpur fá þó ekki mikinn stuðning samanlagt í krónum en talin fá langmestan stuðning fyrir hvern hektara ræktaðs lands. Þannig fá bændur Möltu 13.051 kr. á hektara sem er nærri fimm sinum meira en danskir bændur fá. Bændur á Kýpur fá svo 4.914 kr. á hektara. Í þriðja sæti koma svo bændur í Grikklandi sem fá 4.475 krónur á hektara, en þeir eru í sjöunda sæti hvað heildarstuðningsgreiðslur varðar með tæplega 20,4 milljarða Dkr. Til samanburðar fá danskir bændur 2.800 danskar krónur á hektara af ræktuðu landi.

Við þetta má bæta að meðalbóndi í Danmörku getur fengið beinan stuðning við land sitt upp á um 1.900 danskar krónur. Þar á meðal er það sem er kallað grænn stuðningur.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...