Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sveitasæla á Jótlandi.
Sveitasæla á Jótlandi.
Mynd / VH
Fréttir 23. ágúst 2022

Framtíð landbúnaðar á óvissutímum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fréttir og upplýsingar um landbúnað og fæðuframleiðslu í heiminum og heima fyrir hafa sjaldan verið mikilvægari en nú á tímum.

Ráðstefnusetrið í Vingsted.

Talsverð óvissa ríkir um matvælaframleiðslu í heiminum vegna hækkandi verðs á olíu- og aðföngum til landbúnaðar. Auk þess sem afleiðingar loftslagsbreytinga á fæðuöryggi ólíkra heimshluta eru ófyrirsjáanlegar.

Dagana 27. júní til 4. júlí síðastliðinn fór fram í Vejle í Danmörku alþjóðaþing og ráðstefna landbúnaðarblaðamanna. Á rástefnunni voru vel á annað hundrað blaðamenn og fulltrúar fjölmiðla sem sérhæfa sig í skrifum um landbúnað og matvælaframleiðslu frá tæplega 50 löndum. Bændablaðið átti fulltrúa á þinginu.

Þétt dagskrá

Að öllu jöfnu er þingið haldið árlega en vegna Covid-19 varð hlé á því í þrjú ár og því margt að fjalla um. Dagskrá ráðstefnunnar var því þétt og skiptist í fyrirlestra, vinnustofur og vettvangsferðir þar sem þátttakendur fengu að kynnast dönskum landbúnaði, nýsköpun í danskri matvælaframleiðslu og umhverfisvernd.

Hægt var að velja á milli um það bil 50 ólíkra vettvangsferða á fjórum dögum. Þátttakendur gátu valið eina ferð á dag og í hverri ferð voru heimsótt fjögur eða fimm ólík býli eða nýsköpunarfyrirtæki.

Hluti þátttakenda í vettvangsferð.

Hvernig á að fæða 10 milljarða?

Áætlaður fólksfjöldi í heiminum í dag er tæplega átta milljarðar en gert er ráð fyrir að sú tala verði komin í tíu milljarða árið 2050.

Í inngangsfyrirlestrum var meðal annars varpað fram þeirri spurningu hvernig ætti að fæða þá tíu milljarða sem búist er við að mannkynið telji árið 2050. Niðurstaða umræðunnar var sú að landbúnaður í dag væri vel fær um að framleiða mat fyrir 10 milljarða jarðarbúa en að ástæða þess að víða um heim ríkti alvarleg hungursneyð væri ójöfnuður og fátækt sem leiddi til matvælaskorts. Breytingar á veðurfari hafa einnig leitt til þurrka og uppskerubrests á svæðum þar sem fólk gat áður reitt sig á árvissa uppskeru.

Fyrirlestur um kynbætur og fræ­ framleiðslu.
Skammtíma- og langtímavandamál

Á þinginu kom fram að vandamálin sem matvælaframleiðsla heimsins á við að etja séu tvíþætt, annars vegar skammtíma- og hins vegar langtímavandamál.
Til skammtímavandamála teljast meðal annars hækkanir á aðföngum til landbúnaðar vegna ófriðar og stríða. Sagan sýni að slíkar hækkanir leiti jafnvægis og að matvælaverð lækki aftur eftir að átökin hætta.

Langtímavandamál eru aftur á móti veðurfarsbreytingar að völdum losunar gróðurhúsalofttegunda og langtímaafleiðingar þess.

Fjöldi ávarpa

Meðal þeirra sem ávörpuðu þingið voru Eduardo Mansur, framkvæmdastjóri sviðs lofts- lagsbreytinga, líffræðilegs fjölbreytileika og umhverfismála hjá FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, Denise Cambell Baur, sendiherra Bandaríkjanna í París, David Leishmann, landbúnaðarráðgjafi við sendiráð Bandaríkjanna í París, og Henning Otte Hansen, markaðsfræðingur og ráðgjafi hjá matvælaráðuneyti Dana.

Nánar verður fjallað um ráðstefnuna og vettvangsferðir henni tengdri í næstu tölublöðum Bændablaðsins.

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...