Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Deilt er um hvort beit eigi alltaf rétt á sér. Þegar sauðfjárstofninn náði hámarki í kringum 1980 er ljóst að landi hafði hnignað vegna mikils ágangs. Með aukinni gagnaöflun og betri stýringu væri
hægt að finna hinn gullna meðalveg þar sem sauðfjárrækt og náttúruvernd geta lifað í sátt. Myndin er tekin í Aðaldalshrauni.
Deilt er um hvort beit eigi alltaf rétt á sér. Þegar sauðfjárstofninn náði hámarki í kringum 1980 er ljóst að landi hafði hnignað vegna mikils ágangs. Með aukinni gagnaöflun og betri stýringu væri hægt að finna hinn gullna meðalveg þar sem sauðfjárrækt og náttúruvernd geta lifað í sátt. Myndin er tekin í Aðaldalshrauni.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttaskýring 16. júní 2023

Bitamunur en ekki fjár

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Er rétt að friða allt land fyrir beit? Hér verður byrjað á að skoða grein í vísindariti sem reynir að draga saman öll fyrirliggjandi gögn um málefnið. Jafnramt er rætt við tvo af helstu sérfræðingum landsins á sviði beitar, en þeirra viðhorf eru ekki alltaf þau sömu.

Bryndís Marteinsdóttir, Isabel C. Barrio og Ingibjörg Svala Jónsdóttir birtu árið 2017 grein í Icelandic Acricultural Sciences sem er nefnd, í stuttu yfirliti á íslensku, „Áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi“.

Í umræðukafla greinarinnar kemur fram að enginn vafi leiki á því að beit hafi haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Í gögnunum var marktækt samræmi sem benti til að rof í gróðurþekju væri meira á svæðum sem eru beitt. Uppbygging friðaðs lands sé ólík því sem er beitt en áhrif beitar á tegundafjölbreytni sé minni. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir framkvæmdar á svæðum sem hægt er að heimfæra upp á Ísland.


Skoðuðu 300 gögn

Þessar ályktanir drógu þær eftir að hafa framkvæmt svokallaða safngreiningu (e. meta analys) í tilraun til að draga saman öll fyrirliggjandi gögn um viðfangsefnið.

Helstu niðurstöður eru að; „beit hefur áhrif á uppbyggingu plöntusamfélaga og eykur rof í gróðurþekjunni. Úthaginn verður þar af leiðandi viðkvæmari fyrir jarðvegsrofi.“

Þær fóru í gegnum rúmlega 300 greinar, og eftir að hafa síað út gögn, voru 44 af þeim nothæfar í safngreininguna. Þessar 44 greinar byggja á 16 rannsóknum, að miklu leyti skýrslur kynntar á ráðunautafundum eða óútgefnar samantektir. Þótt safngreiningar sem þessar gefi almennt góða mynd af viðfangsefninu taka höfundar greinarinnar fram að rannsóknirnar séu of fáar til að hægt sé að draga almennar ályktanir út frá þeim. Þær kalla eftir frekari þekkingaröflun; „svo tryggja megi sjálfbæra sauðfjárbeit sem hæfa aðstæðum á hverju svæði fyrir sig.“

Sauðfé er margt í sögulegu samhengi. Hámarkinu var náð, með 900.000 kindum, árið 1977. Tölur frá þessu ári segja að sauðfé sé færra en 400.000. Mynd / Jón Eiríksson

Sauðfé margt í sögulegu samhengi

Í rannsóknunum er samhljómur sem bendir til aukins rofs í gróðurþekju og færri æðplantna á beittum svæðum.

Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar á heimskautasvæðum og er hægt að heimfæra yfir á Ísland.

Sauðfjárbeit veldur rofi í gróðurþekjunni með traðki og beitarvali. Rof sem valdið er af beit getur flýtt fyrir öðru rofi þar sem óvarin moldin er viðkvæmari fyrir vindi og regni. Á freðmýrasvæðum erlendis getur gróðurþekjan verið í hundruð ára að jafna sig, eftir að hafa orðið fyrir rofi. Sauðfjárbeit getur hægt á þessu ferli enn frekar þar sem beitardýrin sækjast sérstaklega eftir græðlingum og ungum plöntum.

Fram kemur að sauðfé sé mjög margt í sögulegu samhengi, en samkvæmt gögnum í mars á þessu ári var ásett fé 366.000 talsins. Fram til miðrar 19 aldarinnar hélst sauðfjárstofninn á milli 50.000 til 300.000 ásettra einstaklinga. Árið 1977 náði stofninn hámarki með 900.000 kindum, en höfundar greinarinnar taka fram að stór hluti gagnanna sem stuðst var við séu frá árunum þar á eftir.

Skylt efni: áhrif beitar

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...

Rýnt í endurskinshæfni skóga
Fréttaskýring 24. maí 2024

Rýnt í endurskinshæfni skóga

Komið hefur fram í vísindagreinum að breyting á endurvarpi sólargeislunar gæti m...

Upprunamerki matvæla skipta máli
Fréttaskýring 7. maí 2024

Upprunamerki matvæla skipta máli

Þegar kemur að því að versla matvæli horfa neytendur mikið til upprunalands fram...

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...