Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðmundur Marteinsson, fram­kvæmdastjóri Bónuss.
Guðmundur Marteinsson, fram­kvæmdastjóri Bónuss.
Fréttaskýring 22. ágúst 2019

Bónus tilkynnt í vor að allir hryggir væru búnir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðmundur Marteinsson, fram­kvæmdastjóri Bónuss, segir að málið horfi þannig við sér að varan heilir lambahryggir séu aukaatriði í þessu máli en það eru vinnubrögðin og aðferðirnar í málinu sem vekja spurningar.

„Bónus fékk tilkynningu snemma vors um að allir heilir hryggir fyrir Bónus væru búnir, í fram­­haldi fékk Bónus tilkynningar um hækkun á grillkjöti úr lamba­hrygg þar sem skortur væri á hryggjum. Lögmálið um framboð og eftirspurn réði því og skilningur á því hjá okkur.

Þegar síðar kemur í ljós sam­kvæmt Hagstofutölum að afurðir úr hryggjum hafi verið fluttar út í stórum stíl á verði sem íslenskum neyt­endum hefur aldrei staðið til boða, þrátt fyrir að íslenskir neytendur greiði um 5 milljarða í beingreiðslur til sauðfjárræktar, þá setur maður stórt spurningarmerki við slíkt.

Í framhaldi af þessu fóru Ferskar kjöt­vörur, í eigu Haga, að skoða inn­flutning á hryggjum þar sem engir hryggir og eða hryggjarliðir voru í boði.

Framhaldið þekkja allir, mikið leikrit fór í gang og allt í einu fundust nokkrir magnkassar af hryggjum á síðustu stundu svo ráð­herra afturkallaði heimild til innflutnings á hryggjum á lækk­uðum tollum. Ferskar kjötvörur höfðu í millitíðinni pantað hryggi frá Nýja-Sjálandi sem voru úr slátrun 2018 og gert var ráð fyrir að kæmu til landsins á lækkuðum tollum eins og ummæli ráðherra gáfu tilefni til. Þegar á hólminn kom dró ráðherra lækkunina til baka og hryggirnir komu til landsins á fullum tollum.“

Guðmundur segir að reyndar hafi ekki verið um mikið magn að ræða heldur nokkur tonn sem seld verða í Bónus á 2.598 krónur kílóið og má geta þess að hlutur ríkisins í því verði er um 40% í formi tolla og virðisaukaskatts.

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...