Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.
Fréttaskýring 31. júlí 2019

Meiri hætta á smiti beint frá býli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurborg Daðadóttir yfir­dýralæknir segir að það hafi alltaf verið vitað og margoft um það rætt að hætta á smiti er aukin frá matvöru beint frá býli og fólk, bæði bændur og neytendur, verða að gera sér grein fyrir því.

„Í matvælaframleiðslu þar sem hrámjólk er tekin beint frá kúnum og notuð til framleiðslu á ís eru smitleiðir margar og nauðsynlegt að viðhafa gríðarlegt hreinlæti. Það er til dæmis vandasamt að gerilsneyða mjólk rétt og tryggja að ekki verði eftirsmit. Nábýlið er mikið og því aukin hætta á smiti en í lokuðum kerfum.“

Samkvæmt meistararitgerð Kristrúnar Sigurjónsdóttur, Shiga toxín myndandi E. coli (STEC) í ýmsum matvælum, dýrum og vatnssýnum á Íslandi, frá 2014 fundust gen þessara gerla í stórum hluta sýna. E. coli (STEC) fannst einnig í kjöti nautgripa og sauðfjár, í annarri og nýrri athugun á milli 20 og 30% tilfella.

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að gerlar finnast úti um allt. Þeir eru í umhverfinu, í dýrum og vatni og ef ekki er gætt fyllsta hreinlætis þá berast þeir í matvöru og í fólk.“

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð
Fréttaskýring 17. janúar 2025

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð

Loftslagsbreytingar og þeir erfiðleikar sem þær valda fylla marga streitu og kví...

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver
Fréttaskýring 30. desember 2024

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver

Stefnt er að stofnun rekstrarfélags á næstunni utan um starfsemi á lífgas- og áb...

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...