Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.
Fréttaskýring 31. júlí 2019

Meiri hætta á smiti beint frá býli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurborg Daðadóttir yfir­dýralæknir segir að það hafi alltaf verið vitað og margoft um það rætt að hætta á smiti er aukin frá matvöru beint frá býli og fólk, bæði bændur og neytendur, verða að gera sér grein fyrir því.

„Í matvælaframleiðslu þar sem hrámjólk er tekin beint frá kúnum og notuð til framleiðslu á ís eru smitleiðir margar og nauðsynlegt að viðhafa gríðarlegt hreinlæti. Það er til dæmis vandasamt að gerilsneyða mjólk rétt og tryggja að ekki verði eftirsmit. Nábýlið er mikið og því aukin hætta á smiti en í lokuðum kerfum.“

Samkvæmt meistararitgerð Kristrúnar Sigurjónsdóttur, Shiga toxín myndandi E. coli (STEC) í ýmsum matvælum, dýrum og vatnssýnum á Íslandi, frá 2014 fundust gen þessara gerla í stórum hluta sýna. E. coli (STEC) fannst einnig í kjöti nautgripa og sauðfjár, í annarri og nýrri athugun á milli 20 og 30% tilfella.

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að gerlar finnast úti um allt. Þeir eru í umhverfinu, í dýrum og vatni og ef ekki er gætt fyllsta hreinlætis þá berast þeir í matvöru og í fólk.“

Gömul saga og ný
Fréttaskýring 24. mars 2025

Gömul saga og ný

Í niðurstöðum ráðuneytisstjórahóps matvælaráðuneytisins um fjárhagsvanda landbún...

Mikil þörf á afleysingafólki
Fréttaskýring 21. mars 2025

Mikil þörf á afleysingafólki

Mikil þörf er á fleira afleysingafólki fyrir bændur. Fáir virðast hafa afleysing...

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja
Fréttaskýring 12. mars 2025

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja

Dýraverndarsamtök Íslands telja að færa eigi stjórnsýslu dýravelferðar frá Matvæ...

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega
Fréttaskýring 25. febrúar 2025

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega

Dýrahræ og -leifar flokkast sem „aukaafurð dýra“ í regluverki úrgangsmála, sem e...

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?
Fréttaskýring 10. febrúar 2025

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?

Einu hveitimyllu landsins verður lokað á allra næstu vikum. Með því verða Íslend...

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar
Fréttaskýring 5. febrúar 2025

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar

Forsvarsmenn stærstu svínabúa landsins eiga í ágreiningi við hið opinbera vegna ...

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð
Fréttaskýring 17. janúar 2025

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð

Loftslagsbreytingar og þeir erfiðleikar sem þær valda fylla marga streitu og kví...

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver
Fréttaskýring 30. desember 2024

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver

Stefnt er að stofnun rekstrarfélags á næstunni utan um starfsemi á lífgas- og áb...