Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Prjónakvöldin hafa slegið í gegn
Mynd / MHH
Fréttir 25. mars 2020

Prjónakvöldin hafa slegið í gegn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hulda Brynjólfsdóttir hjá Uppspuna í Ásahreppi hefur staðið fyrir prjónakvöldum þriðja fimmtudagskvöld í mánuði yfir vetrartímann, sem hafa slegið í gegn. Kvöldin eru haldin á baðstofuloftinu hjá henni í húsnæðinu þar sem hún vinnur úr íslensku ullinni með sínu starfsfólki.

„Það hefur verið prýðilega mætt á þessi prjónakvöld og þótt loftið sé lítið þá komast ansi margir þar fyrir. Það hefur reyndar verið ótrúlega oft  gul eða appelsínugul veðurviðvörun þessi fimmtudagskvöld í vetur en það hefur samt ekki dottið niður prjónakvöld út af veðri. Það hafa þá bara verið örlítið færri sem komast. Næsta prjónakvöld er einmitt 19. mars og þá verður kannski eitthvað gert í tilefni tveggja ára afmælis baðstofuloftsins,“ segir Hulda.

Á loftinu er líka verslun, sem er smá í sniðum, en þar er Hulda fyrst og fremst með garnið sitt til sölu og fleira áhugavert, sem tengist kindum eða prjónaskap.

„Ég er svo heppin með ættingja og vini að þar leynast ótalmargir handlagnir aðilar sem búa til heima hjá sér vörur sem eru í miklum gæðum og einstakar á margan hátt. Þetta get ég boðið til kaups á loftinu hjá okkur. Verslunin er opin frá 09.00 til 16.00 alla virka daga og 11 til 16.00 á laugardögum og er öllum opin sem vilja koma við og skoða eða versla,“ segir Hulda enn fremur. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...