Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nautastöð Bændasamtaka Íslands.
Nautastöð Bændasamtaka Íslands.
Mynd / VH
Fréttir 25. október 2017

Söfnun vefjasýna gengur vel

Höfundur: Baldur Helgi Benjamínsson / Hörður Kristjánsson
Undanfarið ár hefur á vettvangi Bændasamtaka Íslands, í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðar­háskóla Íslands, verið unnið við undirbúning að mögulegri innleiðingu á erfðamengisúrvali í íslenskri nautgriparækt. 
 
Markmiðið með erfðamengis­úrvali er að gera okkur kleift að spá fyrir um kynbótagildi gripa á grundvelli arfgerðar þeirra, fljótlega eftir að þeir koma í heiminn. 
 
Vonir standa til að þessi úrvalsaðferð komi í stað hefðbundinna afkvæmaprófana sem stundaðar hafa verið hér á landi í áratugi. Með því móti má stytta ættliðabilið í nautgriparæktinni verulega og auka þannig árlegar erfðaframfarir sem því nemur. 
 
Kostnaður við kynbótastarfið mun einnig minnka verði erfðamengisúrval innleitt, þar sem Nautastöð BÍ mun einungis kaupa „reynd“ naut á stöðina; kynbótamat þeirra mun liggja fyrir áður en sæðistaka hefst. Þessi aðferð hefur verið tekin upp í öllum nálægum löndum og hefur reynst alger bylting í kynbótastarfi nautgriparæktarinnar.
 
500 naut, 5.000 kýr og 2.500 kvígur
 
Erfðamengisúrval grundvallast á sk. viðmiðunarstofni gripa, það eru gripir sem hafa bæði greiningu á arfgerð og mælingar á svipgerð (upplýsingar úr skýrsluhaldi um afurðir, útlit, frumutölu, mjaltir, skap o.s.frv.). 
 
Afkvæmaprófuð naut eru horn­steinninn í þessum viðmiðunarhópi en á næstunni verður greind arfgerð um 500 afkvæmaprófaðra nauta úr árgöngum 1990–2012 á nautastöðinni. Í þá greiningu verða notuð sæðissýni úr nautunum, en ávallt eru geymdir nokkrir skammtar úr hverju þeirra að lokinni notkun. 
 
„Til að vega á móti því hversu fá reyndu nautin eru, hafa vísindamenn við Árósaháskóla, sem verið hafa okkur til ráðuneytis í verkefninu, lagt til að tekin verði vefjasýni úr 5.000 kúm hið minnsta og mælingar á arfgerð þeirra verið lögð til grundvallar að framangreindum viðmiðunarstofni. Til viðbótar hyggjumst við taka sýni úr ca 2.500 kvígum, í fyllingu tímans munu þær síðan einnig skila upplýsingum til verkefnisins í gegnum skýrsluhald nautgriparæktarinnar,“ segir  Baldur Helgi Benjamínsson, búfjárerfðafræðingur og verkefnis­stjóri hjá BÍ.
 
Sýni úr tæplega 1.800 gripum
 
Sýnasöfnunin er í fullum gangi þessa dagana og hafa sýni verið tekin úr tæplega 1.800 gripum; rúmlega 1.500 kúm og á þriðja hundrað kvígum, á 30 búum. 
 
Umsjón með sýnatökunni hafa Baldur Helgi Benjamínsson, verkefnisstjóri hjá BÍ og Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður nautgriparæktar hjá RML. Verkefnið er fjármagnað af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Landssambandi kúabænda og hefur Matvælastofnun veitt leyfi fyrir verkefninu. 
 
Alls 124 bú um land allt uppfylla skilyrði verkefnisins um gagnagæði, þ.e. að nýting mjólkur (hlutfall innlagðrar mjólkur af framleiddri mjólk skv. skýrslu­haldi) sé á bilinu 90–99,9% undanfarin 3 ár. Einnig að skýrslu­skil og mjólkursýnataka sé regluleg, ættfærslur traustar og að minnst 75% af kúm og kvígum á búinu séu undan sæðinganautum. Vefjasýnin eru tekin úr eyrum gripanna með sk. „tissue sampling unit“ frá hinum þekkta gripamerkjaframleiðanda Allflex. Sýnatökubúnaðurinn samanstendur af töng sem sýnatökuglasi er komið fyrir í. Í loki þess er hringlaga hnífur sem tekur ca 3 mm sveran húðflipa úr eyra gripsins, sem dettur ofan í glasið og það lokast um leið og sýnið er tekið. Á hlið glassins er sýnisnúmer sem skráð er samhliða númeri gripsins. Í skýrsluhaldskerfið Huppu hefur verið útbúinn skráningarhamur, þar sem hægt er að skanna sýnanúmerin beint á viðkomandi grip. 
 
Vonir standa til að sýnatakan verði langt komin um næstu áramót og að þá verði hægt að taka til við að greina arfgerð gripanna á grundvelli þeirra.
Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar
Fréttir 28. mars 2025

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar

Dvergmítlar og ný tegund kögurvængju eru nýlegir landnemar á Íslandi og geta val...

Strandirnar standa sterkari eftir
Fréttir 27. mars 2025

Strandirnar standa sterkari eftir

Strandamenn hafa staðið í átaki til að stöðva fólksfækkun og efla innviði og atv...

Íslenskar paprikur árið um kring
Fréttir 27. mars 2025

Íslenskar paprikur árið um kring

Sölufélag garðyrkjumanna fékk nýverið 13,5 milljóna króna styrk vegna rannsókna ...

Brugðist við áfellisdómi
Fréttir 27. mars 2025

Brugðist við áfellisdómi

Matvælastofnun hefur brugðist við niðurstöðum stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoð...