Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Friðlýsing undirrituð vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum
Mynd / umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Fréttir 9. október 2017

Friðlýsing undirrituð vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra undirritaði í dag auglýsingu um friðlýsingu vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum.

Greint var frá þessu í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu:

„Undanfarin ár hefur verið unnið að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum til samræmis við samþykktir Alþingis á grundvelli náttúruverndaráætlunar og verndar- og orkunýtingaráætlunar. Svæðið var friðlýst árið 1981 og náði þá til 375 ferkílómetra. Með stækkuninni nú verður friðlandið í Þjórsárverum alls 1.563 ferkílómetrar. Fylgir friðlýsingin, sem nú hefur verið undirrituð, því samkomulagi sem náðist með hlutaðeigandi sveitarstjórnum vorið 2013 um afmörkun hins friðlýsta svæðis og þá friðlýsingarskilmála sem gilda eiga um það svæði.

Friðlýsingin er unnin á grundvelli náttúruverndarlaga, nr. 60/2013. Ráðherra kynnti áform um stækkun friðlandsins á fundi með viðkomandi sveitarstjórnum í júní sl. og var tillaga þess efnis í kjölfarið sett í opið umsagnarferli á vef ráðuneytisins í þrjá mánuði, sem lauk 3. október sl.  Alls bárust ráðuneytinu átta umsagnir þar sem fram kom almennur velvilji gagnvart friðlýsingunni.

Þjórsárver hafa mikla sérstöðu og eru mikilvæg á alþjóðlega vísu. Þjórsárver eru ein víðáttumesta gróðurvin miðhálendisins, og er lífríki þeirra fjölskrúðugt og einstakt. Má þar sérstaklega nefna vistkerfi veranna, votlendi, varpstöðvar heiðagæsa, víðerni og sérstaka landslagsheild. Með stækkun friðlands í Þjórsárverum næst það markmið að tryggja víðtæka og markvissa verndun svæðisins í heild sinni.

Í kjölfar friðlýsingarinnar mun Umhverfisstofnun hefja vinnu við undirbúning að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir svæðið í samvinnu við sveitarstjórnir á svæðinu. Jafnframt mun samráð vera haft vegna ráðstöfunar skilgreinds fjárframlags ríkisins til svæðisins, í samræmi við samkomulag sem gert var árið 2013.“

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...