Frummenn vildu vel steiktan fisk
Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda til að forfeður okkar hafi eldað mat mun fyrr en áður hefur verið talið.
Af leifunum sem fundust í fornu eldstæði við stað þar sem áður var á má ætla að Homo sapiens hafi fyrir 780 þúsund árum eldað fisk yfir opnum eldi og að þeir hafi viljað borða hann vel steiktan. Er það um 600 þúsund árum en áður hefur verið talið.
Fornleifafræðingar hafa lengi bitist um hvenær fornmenn fóru fyrst að elda mat í stað þess að borða hann hráan þar sem erfitt er að sanna hvort eldstæði hafi verið notað til að elda eða bara til að halda á sér hita.