Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fuglaflensusmit aldrei  verið fleiri
Fréttir 20. desember 2021

Fuglaflensusmit aldrei verið fleiri

Höfundur: Vilmundur Hansen

George Eustice, umhverfis­ráðherra Breta, sagði í ræðu í breska þinginu fyrir skömmu að búið væri að staðfesta að fuglaflensa hefði komið upp á 36 alibúum á Bretlandseyjum í haust og að búist væri við að sú tala ætti eftir að hækka. Í kjölfarið er búið að farga 500 þúsund alifuglum.

Fjöldi smita síðastliðið haust var 26 og því greinilegt að illa gengur að hefta útbreiðslu flensunnar en helsta smitleið hennar er talin vera með farfuglum. Rannsóknir sýna að hlutfall smitaðra farfugla með fuglaflensu er hátt. Fyrir skömmu fannst örn (Haliaeetus albicilla), af fágætri tegund, dauður vegna smits á Skye við norðvesturströnd Skotlands. Talið er að örninn hafa lagt sér fuglaflensudauðan farfugl til munns.

Bretlandseyjar er ekki eina landið þar sem tilfelli fuglaflensu eru á uppleið því svipaða sögu er að segja frá mörgum löndum innan Evrópusambandsins og víðar um heim.

Vegna smithættu hefur garð­eigendum og öðrum sem hafa gaman af því að gefa villtum fuglum bent á að gæta fyllsta hreinlætis.

Skylt efni: Fuglaflensa farfuglar

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...