Fundur með bændum
Bændasamtök Íslands halda bændafundi um allt land í ágúst.
Rætt verður um stöðu landbúnaðar, komandi búvörusamninga, afkomu, horfur og annað sem brennur á bændum.
Léttar veitingar verða í boði á fundunum, en þeir verða sem hér segir:
- 22. ágúst kl. 12 á Landnámssetrinu í Borgarnesi
- 22. ágúst kl. 20 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
- 23. ágúst kl. 12 á Hótel Laugarbakka
- 23. ágúst kl. 20 í Ljósheimum í Skagafirði
- 24. ágúst kl. 12 í Hlíðarbæ í Eyjafirði
- 24. ágúst kl. 19 í Breiðumýri í Þingeyjarsveit
- 25. ágúst kl. 12 í Bláin, Eiðavöllum 6
- 25. ágúst kl. 17 á Hótel Smyrlabjörg í Suðursveit
- 25. ágúst kl. 20 í Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri
- 26. ágúst kl. 12 í Goðalandi í Fljótshlíð
- 26. ágúst kl. 16 á Icelandair Hótel Flúðum.