Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hjá POE Limited ægði saman matvöru og ýmsu öðru og ekki var einu sinni handlaug á staðnum til að starfsmenn gætu þvegið sér um hendurnar.
Hjá POE Limited ægði saman matvöru og ýmsu öðru og ekki var einu sinni handlaug á staðnum til að starfsmenn gætu þvegið sér um hendurnar.
Fréttir 15. júní 2017

Fyrirtæki af rúmenskum uppruna sektað fyrir matarsvindl og sóðaskap í Bretlandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þrátt fyrir vottanir og opinbera stimpla af ýmsum toga í matvælaiðnaði innan ESB-landa, þá berast ítrekað fregnir af svindli í þessum geira. Það nýjasta er 44.000 punda sekt breskra yfirvalda gagnvart umdeildu rúmensku fyrirtæki fyrir sóðaskap og ólöglega endurpökkun á kjúklingahjörtum, lifur og bringum. Þetta eru um 5,6 milljónir ísl. kr.
 
Greint var frá málinu í Express & Star 27. maí. Þar kemur fram að rúmenska fyrirtækið POE Limited í Rugley í Staffordskíri á Englandi hafi verið sektað eftir heimsókn heilbrigðiseftirlitsins í vinnslustöð fyrirtækisins í Tower Business Park.  Ástæða sektarinnar var að fyrirtækið, sem hafði ekkert opinbert leyfi til að meðhöndla kjöt, var að endurpakka kjöti fyrir breskan markað. Var kjötvörunni endurpakkað í smærri umbúðir og síðan límdir á pakkningarnar falsaðir miðar með upprunamerkingum og númerum löglegs framleiðanda áður en varan var sett á markað í Bretlandi.
 
Um var að ræða kjöt af ýmsum toga auk þess sem þar voru kjötfylltar vefjur, kjúklingahjörtu, lifur og bringur.  Þarna var líka verið að útbúa kjötrétti til dreifingar, þrátt fyrir að þessir réttir væru ekki framleiddir samkvæmt kröfum um þrifnað. 
 
Á matvælunum voru falsaðir límmiðar með nafni og númeri löglegs framleiðanda. 
 
Um 160 kg af kjötvörum sem voru metin varasöm til neyslu var eytt. Þá voru á staðnum óskipulegar stæður af pakkaðri kjötvöru á leið á markað. 
 
Var bæði POE Limited og framkvæmdastjórinn, Calin Poanariu, fundin sek um brot á þrem matvæla-, öryggis- og hreinlætisreglugerðum og fyrir ólöglega framleiðslu og pökkun. Einnig fyrir að setja falskar merkingar á vöruna og fyrir að nota ólöglega framleiðslunúmer frá viðurkenndum framleiðanda. 
 
Stjórnendur fyrirtækisins gengust við þessum ásökunum og viðurkenndu einnig að hafa enga handþvottaaðstöðu á staðnum og hafa sniðgengið hreinlætisreglur. Fyrirtækið fékk sekt upp á 35.720 pund og framkvæmdastjórinn var sektaður um 8.143 pund.   
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...