Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gærur seljast hægar en undanfarin á
Fréttir 19. desember 2014

Gærur seljast hægar en undanfarin á

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsvert er enn óselt af gærum frá síðustu sláturvertíð. Innflutningsbann Rússa á vörur frá Evrópu og ófriðurinn í Úkraínu veldur því að framleiðendur mokkaskinnjakka í Evrópu halda að sér höndum þar sem þeir geta ekki selt framleiðslu sína.

Hægar hefur gengið að selja gæru í haust en undanfarin ár. Gunnsteinn Björnsson, fram­kvæmdastjóri Loð­skinns á Sauð­ár­króki, sagði í samtali við Bænda­blaðið að innflutningsbann Rússa á vörur frá Evrópu og ástandið í Úkraínu sé þess valdandi að gærur frá nýliðinni sláturtíð séu að seljast hægar en á liðnum árum. „Það er ljóst að allur bransinn er í krísu út af ófriðnum og viðskiptabanninu. Yfirleitt hafa gærurnar farið hraðar.“

Rúmlega 300 þúsund óseldar

„Gærur af haustvertíðinni eru um 500 þúsund og ætli það séu ekki rúmlega 300 þúsund af þeim óseldar og að verðmæti um 200 milljónir króna. Gærurnar eru mikið seldar til Spánar, Ítalíu, Frakklands og Tyrklands þar sem þær eru unnar og saumaðar úr þeim flíkur sem eru seldar til Rússlands.

Vegna viðskiptabannsins geta framleiðendur á Spáni ekki selt sínar vörur til Rússlands eða Úkraínu vegna ófriðarins. Það sem hefur selst fæst hægt greitt og alls konar ljón í veginum og það skilar sér í minni eftirspurn eftir gærum,“ segir Gunnsteinn.

Lausafjárstaða á öllum stigum

Gunnsteinn segist ekki hafa miklar áhyggjur þrátt fyrir að salan gangi hægt eins og er. „Miðað við ástandið á markaði kemur mér ekki á óvart að salan sé treg. Það er lausafjárskortur á öllum stigum bransans sem stafar af aukinni birgðasöfnun. Eftirsókn eftir mokkaskinnjökkum í Rússlandi hefur ekki minnkað, það er einfaldlega bannað að flytja vöruna þangað.

Við erum að fá milli 800 og 900 krónur fyrir gæruna sé flutningskostnaður innifalinn sem er ásættanlegt verð. Ég á ekki von á öðru en að gærurnar mjatlist út en það mun bara taka lengri tíma en í býsna mörg undanfarin ár. Í fyrra seldust til dæmis allar gærur nánast um leið og þær voru í boði.“

Skylt efni: Gærur | ull

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...