Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ganga í minningu Guðsteins yfir Mýrdalsjökul
Fréttir 20. maí 2015

Ganga í minningu Guðsteins yfir Mýrdalsjökul

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á föstudaginn 22. maí munu tveir sjúkraflutningsmenn efna til styrktargöngu á skíðum yfir þveran Mýrdalsjökul til styrktar ungum foreldrum drengs sem lést í hörmulegu slysi í Meðallandi þann 6. apríl. Gönguna nefna þeir Guðsteinsgöngu.

Þeir sem standa fyrir Guðsteinsgöngunni eru sjúkraflutningamennirnir Sigurður Bjarni Sveinsson á Hvolsvelli og Arnar Páll Gíslason á Selfossi en drengurinn hét Guðsteinn Harðarson og var á þriðja ári þegar hann lést. Munu Sigurður Bjarni og Arnar Páll ganga rúmlega 27 km leið yfir jökulinn sem samsvarar einum kílómetra fyrir hvern mánuð í lífi Guðsteins.

Sigurður Bjarni sagði í samtali við Bændablaðið að fyrir hugað sé að söfnunin standi yfir í einn mánuð.

„Hún hefst á styrktargöngu á föstudaginn þar sem við ætlum að þvera Mýrdalsjökul á einum degi. Við ætlum með þessu að safna fé fyrir fjölskyldu Guðsteins sem býr í Meðallandi. Öll áheit á okkur í göngunni munu renna óskipt til fjölskyldunnar.

Við byrjuðum á því að leita til fyrirtækja og höfum þegar fengið ágætan stuðning við verkefnið. Við  erum einnig að leita til einstaklinga og höfum opnað söfnunarsíma og styrktarreikning þar sem hægt er að leggja inn framlag. Þeir einstaklingar sem styrkja átakið fá síðan sendar myndir og póstkort af ferð okkar yfir jökulinn.“

Hægt að kaupa sig inn í styrktarferðir með þeim félögum

„Fyrir ákveðna upphæð getur fólk síðan keypt sig inn í ferð með okkur sem leiðsögumenn á Eyjafjallajökul eða álíka staði næsta mánuðinn og rennur það fé einnig beint til fjölskyldunnar.“

Sigurður Bjarni segir að þeir hafi fengið mikinn stuðning ferðaþjónustuaðila í Vík sem mun koma þeim upp á jökul og síðan munu björgunarsveitir væntanlega aðstoða þá líka.

Facebooksíða, bankareikningur og styrktarsími

Opnuð hefur verið síða á facebook undir nafninu Guðsteinsgangan, þar sem fylgjast má með framvindu göngunnar og söfnunarátaksins og skoða myndir þeirra félaga.

Fyrirtækjum er boðið upp á styrktarpakka; brons sem kostar 20.000 krónur, silfur 50.000, gull 100.000 og platinum 200.000 krónur.

Einstaklingar geta lagt inn á reikning 317-26-103997, sem er á kennitölu Arnars Páls 060684-2359, en verður upphæðin sem þar safnast færð óskipt til fjölskyldu Guðsteins.
Einnig hyggjast þeir félagar opna símanúmer sem hægt verður að hringja og leggjast þá 2.000 krónur á símreikning viðkomandi. 

Skylt efni: Styrkir | ganga | Mýrdalsjökull

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...