Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Garðyrkjubændur vilja að starfsmenntanám verði aðskilið frá LbhÍ
Fréttir 24. október 2019

Garðyrkjubændur vilja að starfsmenntanám verði aðskilið frá LbhÍ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samband garðyrkjubænda hélt fund í gær um stöðuna sem uppi er varðandi garðyrkjunám í landinu. Í ályktun fundarins segir að brýn nauðsyn sé á að starfsmenntanám í garðyrkju á Íslandi verði fært undan Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), og verði framvegis rekið sem sjálfstæð rekstrareining.

Félagsfundur Sambands garðyrkjubænda sem haldinn var í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík, miðvikudaginn 23. október 2019 kl. 17:00, samþykkir eftirfarandi ályktun:

„Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum í Ölfusi, sem starfað hafði sjálfstætt frá stofnun hans 1939, var sameinaður Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) fyrir 15 árum. Hefur garðyrkjunám  verið starfrækt innan starfs- og endurmenntunardeildar skólans.  Þær breytingar hafa ekki skilað þeim árangri sem vænst var.  Garðyrkjunámið hefur frá sameiningu liðið fyrir þær tilraunir LbhÍ að leggja skólahald að Reykjum niður og dreifa því á ýmsar deildir innan skólans.

Garðyrkjunámið að Reykjum er starfsmenntanám í nánum tengslum við atvinnugreinina. Það er algjört lykilatriði í sókn og áframhaldandi uppbyggingu garðyrkjunnar á Íslandi að vel sé staðið að þessu námi, og því sinnt af metnaði og þekkingu á þörfum atvinnulífsins.

Þær breytingar sem nú eru boðaðar án nokkurs samráðs við atvinnugreinina, rýra mjög hlut starfsmenntanáms í garðyrkju sem sjálfstæðs fagnáms.

Samband garðyrkjubænda telur núverandi aðstæður óviðunandi og að brýn nauðsyn sé á að starfsmenntanám í garðyrkju á Íslandi verði fært undan LbhÍ, og verði framvegis sjálfstæð rekstrareining.  Það er eindreginn vilji þeirra sem starfa innan vébanda Sambands garðyrkjubænda að þegar í stað verði gengið til þeirra verka.“

Fundurinn felur stjórn og framkvæmdastjóra félagsins að fylgja málinu eftir.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.