Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Girt verður fyrir möguleika á að merkja matvörur með villandi upprunaupplýsingum
Fréttir 1. apríl 2016

Girt verður fyrir möguleika á að merkja matvörur með villandi upprunaupplýsingum

Höfundur: smh
Breytingar á lögum um þjóðfánann hafa legið fyrir Alþingi frá því fyrir tæpu ári síðan. Í breytingunum felst að ekki þarf sérstakt leyfi ráðuneytisins til að nota hinn almenna þjóðfána við markaðssetningu á vöru eða þjónustu sé vara eða starfsemi sú sem í hlut á íslensk að uppruna og fánanum ekki óvirðing gerð. Málið var á dagskrá til 3. umræðu þann 1. febrúar síðastliðinn en var kippt til baka inn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á síðustu stundu.
 
Athugasemdir bárust frá Samtökum iðnaðarins
 
Málið fór í gegnum aðra umræðu 27. janúar og var svo sett á dagskrá mánudaginn 1. febrúar til 3. umræðu og atkvæðagreiðslu. En málið komst hins vegar aldrei á dagskrá þann dag og gerði Willum Þór Þórsson framsögumaður meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar grein fyrir ástæðum þess á þingfundi þann 3. febrúar. Þar kom fram að Samtök iðnaðarins hefðu haft samband á ögurstundu fyrir 3. umræðuna og höfðu athugasemdir og hugmyndir um útfærslu og breytingar á málinu. Þar sagði Willum: „Þá bar svo við að málið var tekið af dagskrá og sem framsögumaður málsins ætla ég að útskýra stuttlega hvers vegna.
Sú ákvörðun var tekin að bregðast við og gefa Samtökum iðnaðarins færi á að fylgja þessari útfærslu eftir og upplýsa nefndina frekar um hugmyndir sínar og því var málið tekið af dagskrá.
 
Willum Þór Þórsson.
Samtök iðnaðarins (SI) komu svo fyrir nefndina í gærmorgun og fóru yfir málið og útskýrðu sjónarmið sín og breytingartillögur fyrir nefndinni. Minnisblað þess efnis liggur þegar fyrir á vef Alþingis um málið og þar geta áhugasamir kynnt sér tillögurnar. Í stuttu máli snúa þær að því að þar sem fáninn er í eðli sínu upprunamerking er mikilvægt að tryggja frekar að neytendur geti gengið að því sem vísu að upplýsingar um uppruna séu skýrar, eins og þegar fáninn er notaður í markaðssetningu á vöru og þjónustu verði stuðst við fyrirliggjandi upprunareglur samnings Evrópska efnahagssvæðisins, bókun 4.“
 
Villandi að innflutt hráefni sé merkt íslenska fánanum
 
Í frumvarpinu, eins og það leit út fyrir 3. umræðu, voru undanþáguákvæði sem heimiluðu notkun á þjóðfánanum til að merkja vörur sem framleiddar hafa verið hér á landi í að minnsta kosti 30 ár undir íslensku vörumerki. Samkvæmt frumvarpinu áttu þær einnig að teljast íslenskar að uppruna þótt þær væru framleiddar úr innfluttu hráefni að stórum hluta eða öllu leyti. Sama gildir um matvöru sem framleidd er samkvæmt íslenskri hefð. Dæmi um slíkar vörur væri til dæmis ORA-grænar baunir eða Royal-búðingur. 
 
Í minnisblaði SI um málið kemur fram að hætta sé á að neytendur muni álita það villandi að vörur framleiddar úr innfluttum landbúnaðarhráefnum (kjöti, mjólk, grænmeti) beri íslenska fánann. Þar segir enn fremur að gera þurfi greinarmun á vöru sem er hönnuð á Íslandi undir íslensku vörumerki; sem er annars vegar framleidd á Íslandi og hins vegar erlendis. SI gera ekki athugasemd við að hvoru tveggja megi merkja með fánanum en telja að jafnframt þurfi að koma fram í merkingu hvar varan er framleidd, það er að segja framleidd á Íslandi eða framleidd í Kína (Made in Iceland eða Made in China). Er slíkt til þess fallið að veita betri upplýsingar til neytenda.
 
Á þessum grunni leggja SI til að vara teljist íslensk ef hún er framleidd hér á landi úr innlendu hráefni að uppistöðu til. Eða að hún sé framleidd hér á landi, þótt hún sé framleidd úr innfluttu hráefni að stórum hluta eða öllu leyti. Hafi hún þá hlotið nægilega aðvinnslu hérlendis og ekki sé um að ræða hráefni sem er eðlislíkt innlendu landbúnaðarhráefni sem telst hafa séríslenskan uppruna, einkenni eða eiginleika. 
 
Þá leggja SI til að hönnunarvara teljist íslensk ef hún er hönnuð af íslenskum aðila undir íslensku vörumerki þótt hún sé framleidd erlendis úr erlendu hráefni, enda sé ekki um að ræða hráefni sem er eðlislíkt innlendu hráefni sem telst hafa séríslenskan uppruna, einkenni eða eiginleika. Jafnframt skal framleiðsluland vörunnar koma fram samkvæmt tillögum SI – og hugverk teljist íslenskt ef það er samið eða skapað af íslenskum aðila.
 
Að sögn Willums er nú unnið að því að breyta frumvarpinu og reiknar hann með að breytingarnar verði til umfjöllunar í nefndinni strax eftir páska. Í breytingunum felist að girt verði fyrir þann möguleika að hægt verði að nota fánann til að villa um fyrir neytendum varðandi upprunaland matvörunnar.
Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...