Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Búfjáreigendur í Dalabyggð munu greiða fast gjald fyrir förgun dýrahræja með fasteignagjöldum.
Búfjáreigendur í Dalabyggð munu greiða fast gjald fyrir förgun dýrahræja með fasteignagjöldum.
Mynd / ÁL
Fréttir 16. febrúar 2023

Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum í desember að innheimta gjald af dýraeigendum fyrir söfnun og eyðingu dýrahræja.

Frá þessu var greint á vef stjórnartíðinda í síðasta mánuði. „Förgunargjaldið byggir á fjölda búfjár á lögbýlum í sveitarfélaginu miðað við búfjárskýrslur Matvælastofnunar og verður innheimt með fasteignagjöldum.

Miðað er við að dýrahræ séu sótt til bænda og annarra búfjáreigenda með skráðan bústofn og komið í viðeigandi meðhöndlun. Farin verður ein ferð í viku að jafnaði,“ segir í bókun sveitarstjórnar.

Verðskráin gefur til kynna árlegt gjald sem reiknað er út frá stærð stofns. Sveitarstjórnin reiknar gjaldið í fjórum mismunandi þrepum og byrjar við 28.600 krónur fyrir aðila sem eiga færri en tuttugu ær.

Hæst er gjaldið 87.230 fyrir aðila sem eiga fleiri en áttatíu ær. Eitt hross reiknast sem þrjár ær og einn nautgripur sem fimm ær.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...