Gjaldskráin einfölduð
Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni Matvælastofnunar.
Til hagræðingar fyrir þjónustuþega hefur gjaldliðum verið fækkað úr sjötíu niður í tvo. Þá var lögð áhersla á að hægt væri að fylgjast reglubundið með kostnaði þar sem umfang þjónustuverkefna og áherslur breytast ört, ásamt því sem tækniframfarir eru tíðar. Haft var að leiðarljósi að ná fram auknu gagnsæi við gjaldtöku stofnunarinnar.
Unnin var kostnaðargreining í nánu samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið KPMG og rýnt í þá kostnaðarþætti sem Matvælastofnun er heimilt að rukka raunkostnað fyrir. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef stofnunarinnar.