Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýtt og glæsilegt leiksvæði fyrir börn á Álftanesi.
Nýtt og glæsilegt leiksvæði fyrir börn á Álftanesi.
Mynd / HKr.
Fréttir 11. júní 2020

Glæsileg hönnun en hefur reynst býflugum banvæn

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Útlit og notagildi skiptir ekki síður máli í hönnun leiksvæða en annarra mannvirkja. Leiksvæði á Álftanesi á vegum Garðabæjar hefur vakið athygli fyrir mikinn glæsileika en það eru þó fleiri en mannfólkið sem hrífst af leikvellinum. Það gera býflugur nefnilega líka með alvarlegum afleiðingum fyrir þær.

Umrætt leiksvæði er á milli Vesturtúns og Norðurtúns á Álftanesi og er afskaplega litríkt og skemmtilega hannað. Jarðvegurinn er þakinn með gervigrasi sem er ýmist skærgult eða skærblátt. Þetta gervigras grípur sannarlega augu þeirra sem framhjá fara, en það á ekki bara við mannfólk af öllum stærðum, heldur líka býflugur. Þær sækja greinilega í þessa miklu litadýrð og telja ugglaust að um veglegt matarborð sé að ræða.

Bjargarlaus býfluga í fallegu gervigrasi á leikvellinum á Álftanesi. Þessi var þó heppin og var bjargað úr prísundinni af ljósmyndaranum.

Býflugur eru frekar klunnalega byggðar og ættu í raun vart að geta flogið, en gera það samt af mikilli snilld. Þegar þær lenda hins vegar í gervigrasi eins og er á leikvellinum á Álftanesi eiga þær erfitt með að fóta sig. Oftar en ekki verða þær afvelta og komast ekki á loft að nýju og drepast.

Þegar spurst var fyrir um málið hjá Garðabæ var greinilegt að hönnuðir höfðu ekki áttað sig á þeim neikvæða eiginleika gervigrassins að laða til sín býflugur. Það virðist því vera verðugt verkefni fyrir arkitekta og hönnuði efna sem notuð eru á leikvelli að fara í rannsókn á þessum áhrifum, ekki síður en að rannsaka fallöryggi á slíkum svæðum. Allavega verðum við mannfólkið að leita allra leiða til að koma í veg fyrir býflugnadauða ef þess er nokkur kostur.

Býflugnadauði vegna eiturefna­notkunar í landbúnaði er orðið stórvandamál víða um lönd þó það eigi kannski ekki við á Íslandi. Samt ber okkur skylda til að verja býflugurnar fyrir áföllum, því án býflugna á jörðinni tímgast nytjajurtir ekki frekar en falleg blóm. Án þeirra myndi mannkynið líklega heldur ekki lifa ýkja lengi á jörðinni. 

Skylt efni: býflugur | býflugnadauði

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...