Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Glyfosat bannað í löndum ESB
Fréttir 20. nóvember 2017

Glyfosat bannað í löndum ESB

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frá og með 2022 verður öll notkun á illgresiseitrinu glyfosat bönnuð í landbúnaði í löndum Evrópusambandsins. Glyfosat er meðal annars virka efnið í Roundup sem margir Íslendingar þekkja.

Leyfi til að nota efnið verður ekki endurnýjað innan aðildarríkja Evrópusambandsins þar sem hreinn meirihluti fyrir endurnýjun þess náðist ekki í atkvæðagreiðslu. Lönd sem meðal annarra voru hliðholl áframhaldandi notkun efnisins voru Danmörk, Bretland og Holland en lönd á móti meðal annarra, Belgía, Frakkland, Ítalía og Lúxemborg.

Málið fer fyrir áfrýjunarnefnd í nóvember, en að öllu óbreyttu mun leyfið renna út 15. desember næstkomandi. 

Rannsóknir sýna að leifar af efninu finnast í um 45% af ræktunarjarðvegi í Evrópu og rannsóknir á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofn-unarinnar og Alþjóðastofnunar um krabbameinsrannsóknir benda til að efnið geti verið krabbameinsvaldandi. 

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar
Fréttir 28. mars 2025

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar

Dvergmítlar og ný tegund kögurvængju eru nýlegir landnemar á Íslandi og geta val...

Strandirnar standa sterkari eftir
Fréttir 27. mars 2025

Strandirnar standa sterkari eftir

Strandamenn hafa staðið í átaki til að stöðva fólksfækkun og efla innviði og atv...

Íslenskar paprikur árið um kring
Fréttir 27. mars 2025

Íslenskar paprikur árið um kring

Sölufélag garðyrkjumanna fékk nýverið 13,5 milljóna króna styrk vegna rannsókna ...