Glyfosat bannað í löndum ESB
Frá og með 2022 verður öll notkun á illgresiseitrinu glyfosat bönnuð í landbúnaði í löndum Evrópusambandsins. Glyfosat er meðal annars virka efnið í Roundup sem margir Íslendingar þekkja.
Leyfi til að nota efnið verður ekki endurnýjað innan aðildarríkja Evrópusambandsins þar sem hreinn meirihluti fyrir endurnýjun þess náðist ekki í atkvæðagreiðslu. Lönd sem meðal annarra voru hliðholl áframhaldandi notkun efnisins voru Danmörk, Bretland og Holland en lönd á móti meðal annarra, Belgía, Frakkland, Ítalía og Lúxemborg.
Málið fer fyrir áfrýjunarnefnd í nóvember, en að öllu óbreyttu mun leyfið renna út 15. desember næstkomandi.
Rannsóknir sýna að leifar af efninu finnast í um 45% af ræktunarjarðvegi í Evrópu og rannsóknir á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofn-unarinnar og Alþjóðastofnunar um krabbameinsrannsóknir benda til að efnið geti verið krabbameinsvaldandi.