Góð netaveiði í Ölfusá
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Það sem af er sumri hefur netaveiði í Ölfusá verið nokkuð góð.
Það eru Selfossbændur sem leggja netin í ána og vitja þeirra tvisvar á dag. Fiskarnir eru að meðaltali fimm til sex pund. Þeir eru seldir á veitingastaðinn Tryggvaskála á Selfossi og til aðila á Suðurnesjunum.
Þá hefur stangveiðin í ánni einnig verið góð í sumar, miklu betri en í fyrrasumar. Þess má geta að Hrefna Halldórsdóttir hjá Veiðisporti á Selfossi setti þar í átján punda hæng á dögunum.