Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri SS, í kjötsal afurðastöðvarinnar á Selfossi.
Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri SS, í kjötsal afurðastöðvarinnar á Selfossi.
Mynd / SS
Fréttir 2. desember 2019

Góð sláturtíð hjá SS og hagstæðar markaðsaðstæður til næsta hausts

Höfundur: smh

Sláturfélag Suðurlands (SS) slátraði 1.538 fleiri kindum í síðustu sláturtíð en á síðasta ári. Í tilkynningu frá félaginu segir að sláturtíðin hafi verið farsæl, sala í sláturtíð og útflutningur hafi gengið óvenju vel.

Alls var 110.702 kindum slátrað og í tilkynningunni segir að jöfn og góð afköst hafi verið, en góðu starfsfólki og bættri aðstöðu er þakkað vel heppnaðri sláturtíð. Fram kemur að í lok nóvember hafi birgðastaða SS verið hófleg miðað við fyrri ár og ekki verði annað séð en markaðsaðstæður til næsta hausts séu hagstæðar.

Hluti rekstrarafgangs til bænda

„Sláturáætlun og verðhlutföll haustsins 2020 hafa verið ákveðin og birt á heimasíðu félagsins á vefslóðinni að https://www.ss.is/saudfe/. Það er mikilvægt fyrir bændur að hafa upplýsingar tímanlega um verðhlutföll til að geta ákveðið heppilegasta sláturtíma m.v. aðstæður hvers og eins.

SS býður nýja innleggjendur velkomna í innleggsviðskipti og leggur áherslu á að greiða samkeppnisfært verð og að staðgreiða allar afurðir. Jafnframt fylgir félagið þeirri stefnu, er vel gengur, að greiða hluta af rekstrarafgangi móðurfélagsins sem viðbót á afurðaverð til bænda,“ segir í tilkynningu SS.

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...