Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri SS, í kjötsal afurðastöðvarinnar á Selfossi.
Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri SS, í kjötsal afurðastöðvarinnar á Selfossi.
Mynd / SS
Fréttir 2. desember 2019

Góð sláturtíð hjá SS og hagstæðar markaðsaðstæður til næsta hausts

Höfundur: smh

Sláturfélag Suðurlands (SS) slátraði 1.538 fleiri kindum í síðustu sláturtíð en á síðasta ári. Í tilkynningu frá félaginu segir að sláturtíðin hafi verið farsæl, sala í sláturtíð og útflutningur hafi gengið óvenju vel.

Alls var 110.702 kindum slátrað og í tilkynningunni segir að jöfn og góð afköst hafi verið, en góðu starfsfólki og bættri aðstöðu er þakkað vel heppnaðri sláturtíð. Fram kemur að í lok nóvember hafi birgðastaða SS verið hófleg miðað við fyrri ár og ekki verði annað séð en markaðsaðstæður til næsta hausts séu hagstæðar.

Hluti rekstrarafgangs til bænda

„Sláturáætlun og verðhlutföll haustsins 2020 hafa verið ákveðin og birt á heimasíðu félagsins á vefslóðinni að https://www.ss.is/saudfe/. Það er mikilvægt fyrir bændur að hafa upplýsingar tímanlega um verðhlutföll til að geta ákveðið heppilegasta sláturtíma m.v. aðstæður hvers og eins.

SS býður nýja innleggjendur velkomna í innleggsviðskipti og leggur áherslu á að greiða samkeppnisfært verð og að staðgreiða allar afurðir. Jafnframt fylgir félagið þeirri stefnu, er vel gengur, að greiða hluta af rekstrarafgangi móðurfélagsins sem viðbót á afurðaverð til bænda,“ segir í tilkynningu SS.

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...