Greiðslna að vænta í september
Unnið er að undirbúningi greiðslna til bænda samkvæmt tillögum spretthóps sem matvælaráðherra skipaði í júní, að því er fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu.
Tillögurnar miðuðu að því að styðja sérstaklega við íslenskan landbúnað með 2,5 milljarða króna framlagi til að tryggja fæðuöryggi á Íslandi.
Í tilkynningunni kemur fram aðkappsénúlagtáaðhægt verði að greiða fyrstu greiðslur í september, en gert er ráð fyrir því að stærsti hluti þeirra fjármuna sem eru til ráðstöfunar verði greiddur í formi álags á greiðslur skv. búvörusamningum.
Greiðslur vegna svína-, alifugla- og eggjaframleiðslu eru síðan á áætlun í október.