Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki í sauðfé til 5. janúar
Mynd / Bbl
Fréttir 2. janúar 2020

Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki í sauðfé til 5. janúar

Höfundur: Ritstjórn

Sauðfjárbændur sem hafa óskað eftir að kaupa greiðslumark í sauðfé hafa greiðslufrest til 5. janúar.

Hægt var að óska eftir að kaupa greiðslumark í sauðfé á þar til gerðri umsókn inn í greiðslukerfi landbúnaðarins, AFURÐ (vefslóð: www.afurd.is) og rann fresturinn til þess út á miðnætti 15. desember 2019.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf út breytingarreglugerð nr. 1009/2019 um nýtt innlausnarfyrirkomulag þann 19. nóvember síðastliðinn í samræmi við endurskoðaðan samstarfssamning um starfsskilyrði í sauðfjárrækt milli ríkis og bænda og breytingu á búvörulögum nr. 99/1993.

Matvælastofnun, Búnaðarstofa, annast úthlutun greiðslumarksins og skal bjóða til sölu innleyst greiðslumark á núvirtu andvirði beingreiðslna næstu þriggja almanksára.

Skilafrestur á beiðni um innlausn og kaup á greiðslumarki var til miðnættis 15. desember 2019. Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki er 5. janúar 2020, sem fyrr segir. 

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...