Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki í sauðfé til 5. janúar
Mynd / Bbl
Fréttir 2. janúar 2020

Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki í sauðfé til 5. janúar

Höfundur: Ritstjórn

Sauðfjárbændur sem hafa óskað eftir að kaupa greiðslumark í sauðfé hafa greiðslufrest til 5. janúar.

Hægt var að óska eftir að kaupa greiðslumark í sauðfé á þar til gerðri umsókn inn í greiðslukerfi landbúnaðarins, AFURÐ (vefslóð: www.afurd.is) og rann fresturinn til þess út á miðnætti 15. desember 2019.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf út breytingarreglugerð nr. 1009/2019 um nýtt innlausnarfyrirkomulag þann 19. nóvember síðastliðinn í samræmi við endurskoðaðan samstarfssamning um starfsskilyrði í sauðfjárrækt milli ríkis og bænda og breytingu á búvörulögum nr. 99/1993.

Matvælastofnun, Búnaðarstofa, annast úthlutun greiðslumarksins og skal bjóða til sölu innleyst greiðslumark á núvirtu andvirði beingreiðslna næstu þriggja almanksára.

Skilafrestur á beiðni um innlausn og kaup á greiðslumarki var til miðnættis 15. desember 2019. Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki er 5. janúar 2020, sem fyrr segir. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...