Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Grísakóteletturnar sem um ræðir, Lúxus grísakótelettur
Grísakóteletturnar sem um ræðir, Lúxus grísakótelettur
Mynd / Krónan
Fréttir 13. júlí 2018

Grunur um salmonellu í spænsku svínakjöti

Höfundur: Bjarni Rúnars
Matvælastofnun hefur sent frá sér viðvörun vegna gruns um salmonellusmit í Lúxus grísakótelettum frá Krónunni. Salmonella greindist í einu sýni og hefur Krónan ákveðið að bregðast við því og innkalla Lúxus grísakótelettur, bæði ókryddaðar og kryddaðar. Er það gert í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
 
Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að eftirfarandi auðkenni sé á vörunni:
 
Vörumerki: Krónan
Vöruheiti: Lúxus grísakótelettur úrb., Lúxus grísakótelettur ítölsk marinering, Lúxus grísakótelettur New York
Síðasti notkunardagur: Allar dagsetningar
Geymsluskilyrði: Kælivara
Upprunaland kjöts: Spánn
Innflytjandi: Krónan ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
Framleiðandi: Krónan ehf.
Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt
 
Þá kemur jafnfram fram í tilkynningunni að neytendur geti skilað viðkomandi vörum í næstu verslun Krónunnar og fengið þær endurgreiddar. Tekið er fram að frekari rannsókna sé þörf til að staðfesta greininguna.
 
Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafa undanfarið staðið fyrir skimun á kjöti á markaði þar sem tekin eru sýni úr innlendu og erlendu kjöti. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna sér um sýnatökuna og fer hún fram hjá smásölum. 
Í skimuninni er einkum skimað eftir eftirfarandi atriðum:
 
Salmonellu í svínakjöti.
Kampýlóbakter og salmonellu í alifuglakjöti.
Shigatoxin myndandi E. coli (STEC) í nautagripakjöti.
Shigatoxín myndandi E. coli (STEC) í kjöti af sauðfé (lambakjöt og kjöt af fullorðnu fé). 

 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...