Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þórhallur Bjarnason og Erla Gunnarsdóttir í Laugalandi, Stafholtstungum.
Þórhallur Bjarnason og Erla Gunnarsdóttir í Laugalandi, Stafholtstungum.
Mynd / Sölufélag garðyrkjumanna
Fréttir 5. júní 2020

Gúrkuframleiðendur færa út kvíarnar

Höfundur: smh
Á dögunum var skrifað undir samkomulag um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði garðyrkjubænda milli stjórnvalda, Sambands garðyrkjubænda og Bændasamtaka Íslands. Í samkomulaginu er stefnt að 25 prósenta aukningu í framleiðslu á íslensku grænmeti. Nokkrir græn­metisframleiðendur hafa þegar ákveðið að nota tækifærið, með auknum stuðningi stjórnvalda, til að færa út kvíarnar.
 
Tveir íslenskir gúrku­fram­leiðendur hafa ákveðið að auka umsvif sín í sinni ræktun, auk þess sem frést hefur af áformum tómataframleiðandanna í Friðheimum um stækkun á þeirra ræktunarrými, þar sem áður var tekið á móti erlendum ferðamönnum. 
 
Helgi Jakobsson og Hildur Ósk Sigurðardóttir í Gufuhlíð í Reykholti. Mynd / Úr einkasafni
 
Framleiðslan fer í þúsund tonn í Gufuhlíð í Reykholti
 
Í Gufuhlíð í Reykholti í Biskupstungum hafa gúrkur verið ræktaðar allan ársins hring frá 1997. Undanfain ár hefur ræktunin verið á 4.000 fermetra gróðurhúsagrunnfleti, sem hefur skilað um 700 tonnum af gúrkum á ári. Nú í sumar verður stöðin stækkuð í 6.000 fermetra sem áætlað er að skili þúsund tonnum. 
 
Framleiðendurnir eru Hildur Ósk Sigurðardóttir og Helgi Jakobsson, en þau segjast alltaf hafa verið eingöngu í gúrkuræktun. Nú fari þau út í stækkun þar sem það var orðinn skortur á gúrkum á markaðnum og meðbyr með íslenskri framleiðslu væri mikill. Ekki skemmi fyrir að stjórnvöld ætli að liðka til fyrir íslenskri garðyrkju, þar sem stuðningur varðandi flutningskostnað á rafmagni sé lykilatriði því sá kostnaðarliður hafi verið stór.
 
Þau segja að tækifærin séu mikil þar sem neysla á íslensku grænmeti sé alltaf að aukast ár frá ári og við búum svo vel hérlendis að hægt sé að vökva plönturnar með hágæða drykkjarvatni sem eykur gæði framleiðslunnar. Mikil vitundarvakning sé fyrir sjálfbærni á innlenda framleiðslu.
 
Stækkun í nokkrum áföngum
 
Ræktun í Gufuhlíð hefur verið stunduð um áratugaskeið. „Tengdaforeldrar mínir, Jakob Helgason og Birna Guðmundsdóttir, koma í Biskups­tungurnar 1965 og hefja þá ræktun á bæði tómötum og gúrkum en sneru sér síðan alfarið að gúrkurækt,“ segir Hildur.
 
Árið 1997 var svo garðyrkjustöðin stækkuð þegar Helgi kom inn í ræktunina með foreldrum sínum og var þá farið úr sumarræktun yfir í heilsársræktun með því að setja upp lýsingu í garðyrkjustöðinni. Það er því frá árinu 1997 sem hafa verið ræktaðar gúrkur allan ársins hring í Gufuhlíð.
 
Garðyrkjustöðin hefur svo verið stækkuð í nokkrum áföngum; fyrst 1997, þá á árunum 2000–2001, síðan 2007 og svo verður hún enn og aftur stækkuð í ár,“ bætir hún við.
 
Sérhannað hús í Laugalandi í Borgarfirði
 
Í Laugalandi, í Stafholtstungum Borgarfjarðar, stendur garðyrkjan á gömlum merg. Hlutafélag var stofnað um framleiðsluna árið 1942, en núverandi eigendur, Þórhallur Bjarnason og Erla Gunnarsdóttir, komu inn í reksturinn árið 1986 þegar þau keyptu hlut afa Þórhalls. Þau tóku svo alveg við árið 2001 þegar þau keyptu  af foreldrum Þórhalls. 
 
„Við framleiðum um 350 tonn af gúrkum – og svolítið að auki af smágúrku,“ segir Þórhallur. „Það er fyrirhugað að stækka stöðina í sumar fyrir aukna ræktun á gúrku, þannig að framleiðslan aukist um 200 tonn á ári. Ég tel að þessi framkvæmd auki arðsemi rekstrarins í heild. Ég hef fengið hvatningu um stækkun vegna aukinnar sölu á gúrkum, lífsstílsbreytingar sem mér finnst ganga hraðar fyrir sig en áður og sennilega vega ferðamenn talsvert í aukinni sölu sem hefur verið.
 
Sölufélag garðyrkjumanna hefur hvatt okkur til að prófa aðrar tegundir sem skortur er á af íslenskum uppruna og við ætlum í það minnsta að prófa ræktun á smápapriku fyrst í stað,“ segir Þórhallur.
„Bæði eru aðstæður hagstæðar núna til að stækka við okkur, en einnig var kominn tími á framkvæmdir vegna afskrifaðra gróðurhúsa hér á Laugalandi. Þetta hús sem við byggjum núna er 1.300 fermetra nýtísku hús – byggt fyrir heilsársræktun,“ bætir hann við. 
 
Gúrkuframleiðslan á Íslandi heldur sinni markaðshlutdeild
 
Í skýrslu samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga, sem gefin var út í júní á síðasta ári, kemur fram að af öllum grænmetistegundum sem eru í ræktun hér á landi er það einungis í gúrkuframleiðslu sem markaðshlutdeild íslenskra framleiðenda hefur haldið sínu á árunum 2008 til 2018 – og raunar heldur aukist. Gúrkuframleiðslan á Íslandi á síðasta ári var í sögulegu hámarki samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands, eða 1.927 tonn.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...