Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mynd: Björgunarfélag Hornafjarðar.
Mynd: Björgunarfélag Hornafjarðar.
Fréttir 28. september 2017

Hæg vatnsbylgja gengur niður Lagarfljót

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vatnshæð og rennsli í ám á Suður- og Austurlandi náði hámarki í gær. Mælar við Lagarfljót sýna hins vegar að hæg bylgja gengur niður fljótið og vatnsborðið er enn að hækka þar. Því er hætt er við að flæði yfir veginn milli Egilsstaða og Fellabæjar.

Í fréttatilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að vatnavextir í ám á Suður- og Austurlandi hafi náð hámarki í gærkvöldi.

Rennsli á í Geithellná og Fossá í Berufirði hefur ekki mælst meira frá upphafi og það sama má segja um rennsli í Fellsá í Fljótsdal. Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá í Fljótsdal, við Valþjófsstaðanes, náði hámarki um miðjan dag í gær og var þá nærri tveimur metrum meiri en hún er að jafnaði. Vatnshæðin þar hefur nú lækkað um hálfan metra.

Mælar niður eftir Lagarfljóti sýna að vatnsborð er enn að hækka þar. Vatnsborðið við Lagarfljótsbrú er nú rúmum tveimur metrum hærra en að jafnaði og er enn að hækka. Það á eftir um hálfan metra í það að ná sömu hæð og það náði hæð í miklum flóðum árið 2002 og viðbúið að það geti gerst.

Það rofar enn til í kvöld og nótt en áfram verður úrkomusamt á Austurlandi þótt ekki sé búist við samfelldri úrkomu. Veðurstofan hefur undanfarna daga haft samráð við fulltrúa almannavarna og Vegagerðarinnar um ráðstafanir vegna flóða- og skriðuhættu. Frekari upplýsingar um hættuástand og færð á vegum eru virtar á vef og miðlum þessara stofnana.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...