Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mjólkurvörur á Erpsstöðum, sem seldar eru beint frá býli.
Mjólkurvörur á Erpsstöðum, sem seldar eru beint frá býli.
Mynd / smh
Fréttir 11. maí 2022

Hanna áfram formaður Beint frá býli

Höfundur: smh

Aðalfundur Beint frá býli var haldinn á dögunum. Sama stjórn var að mestu leyti endurkjörin en einn úr aðalstjórn og einn úr varastjórn gáfu ekki kost á sér áfram. Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skipti stjórn með sér verkum og verður Hanna S. Kjartansdóttir bóndi á Leirulæk áfram formaður. Hún selur nautakjöt meðal annars undir merkjum Mýranauts.

Hanna S. Kjartansdóttir formaður Beint frá býli.

Ann-Charlotte Fernholm kemur ný inn í stjórn og verður varaformaður. Guðmundur Jón Guðmundsson verður áfram gjaldkeri, Jóhann Sjöfn Guðmundsdóttir ritari og Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir meðstjórnandi. Í varastjórn eru Þórarinn Jónsson og Freyja Magnúsdóttir sem kemur ný inn í varastjórn.

Þrjú erindi um mat

Oddný Anna Björnsdóttir tók nýverið við starfi framkvæmdastjóra Beint frá býli og gegnir því samhliða því að vera framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM). Á fundinum var einmitt samþykkt að Beint frá býli yrði aðildarfélag að SSFM. „Það eru spennandi tímar framundan hjá félögunum sem eiga eftir að styrkja stöðu hvors annars í málefnum heimavinnsluaðila á lögbýlum. Eins sjáum við mikinn ávinning í því að Beint frá býli sé nú komið með starfsmann sem vinnur að hagsmunamálum félagsins,“ segir Hanna.

 „Það er mikill fengur fyrir samtökin að fá rótgróið félag eins og Beint frá býli sem aðildarfélag sem hefur unnið mikið brautryðjendastarf í hálfan annan áratug. Félagsmenn á lögbýlum voru fyrir samstarfið um 40 prósent en eru nú 54 prósent svo það er augljóst að þeir hagsmunir sem félögin vinna að eru að að miklu leyti þeir sömu - og svo eru hagsmunir smáframleiðenda matvæla almennt mjög svipaðir,“ segir Svava H. Guðmundsdóttir, formaður SSFM, af þessu tilefni. 

Að sögn Oddnýjar voru þrjú erindi flutt sem snérust um mat og matvælaframleiðslu. „Hafliði Halldórsson frá Icelandic Lamb greindi frá árangrinum í markaðssetningu íslenska lambakjötsins. Tjörvi Bjarnason sagði frá Matarlandinu, sem er nýr vefmiðill þar sem fjallað er um allt sem tengist mat og matvælaframleiðslu og er jafnframt vettvangur fyrir sölu og miðlun á upprunamerktum búvörum og fleira góðgæti. Unnur V. Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri SSNV sagði frá þeirri þjónustu sem landshlutasamtökin geta veitt heimavinnsluaðilum og öðrum smáframleiðendum matvæla,“ segir hún. 

„Það helsta úr skýrslu formanns var að félagið hefur nú fengið þrjú kynningarmyndbönd afhent frá framleiðslufyrirtækinu Beit sem mikil ánægja er með, enda lýsa þau vel því sem Beint frá býli stendur fyrir og þeim gæðavörum sem félagsmenn framleiða. Eins að ný heimasíða hafi verið tekin í notkun og félagsmenn hvattir til að uppfæra sín svæði eftir þörfum. Í gegnum hana geta neytendur sent framleiðendunum fyrirspurnir og fengið svör og í framhaldinu pantað. Eins var tekin törn í að sækja um afsláttarkjör hjá ýmsum fyrirtækjum,“ segir Oddný.

Auka þarf svigrúm til heimavinnslu á fleiri dýraafurðum

Á aðalfundinum var ályktað um að ánægjuleg þróun hefði orðið í heimavinnslu afurða með reglugerð sem heimilar slátrun sauð- og geitfjár heima á býli. Fundurinn beinir því til yfirvalda að heimila einnig slátrun á alifuglum og nörturum eins og matvælalöggjöfin geri ráð fyrir. Er í því sambandi vitnað til ákvæðis í matvælalöggjöfinni, þar sem segir að hægt sé að „beina afhendingu framleiðanda á litlu magni kjöts af alifuglum og nörturum, sem er slátrað á býlinu, til neytanda eða smásölufyrirtækis á staðnum sem afhendir slíkt kjöt beint til neytenda sem nýtt kjöt. Aðildarríki er heimilt, að eigin frumkvæði og með fyrirvara um almenn ákvæði sáttmálans, að viðhalda eða setja landsbundnar reglur“.

Í ályktuninni segir að hér á landi hafi ekki verið settar landsbundnar reglur sem þýðir að ekki er hægt að að ala alifugla heima á býli og selja afurðir þeirra á löglegan hátt, þar sem sláturleyfishafar taka þessa fugla ekki inn í sláturhúsin sín. Þá óskar fundurinn einnig eftir því að bann við vinnslu afurða heimaalinna svína verði endurskoðað hið fyrsta og fellt úr gildi.

Sala á ógerilsneyddri mjólk og mjólkurafurðum

Þá ályktaði fundurinn um þörfina fyrir heimild heimavinnsluaðila til að selja ógerilsneydda mjólk og mjólkurafurðir, beint frá býli og setti fram formlega ósk þess efnis á fundinum.

Í ályktuninni segir að bændur finni vel fyrir eftirspurninni eftir slíkum vörum „og telur félagið því að leyfa eigi slíka framleiðslu og sölu með ströngum skilyrðum sem matvælalöggjöfin opnar á í gegnum landsbundnar reglur. Verði hún áfram bönnuð verði hægt að sækja um undanþágu að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Í dag er heimilt að flytja inn og selja ógerilsneydda osta, en óheimilt séu þeir innlendir sem er að sjálfsögðu ótækt með öllu,“ segir í ályktuninni.

Skylt efni: beint frá býli

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...