Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum tekur breytingum
Fréttir 31. ágúst 2018

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum tekur breytingum

Höfundur: TB

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum sem nefndin verðleggur, hækki um 4,86% þann 1. september nk., nema smjör sem hækkar um 15%. Vegin hækkun heildsöluverðs er 5,30%. Tilkynnt er um þetta á vef atvinnuvegaráðuneytisins.

Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkar um 3,52%, úr 87,40 kr. í 90,48 kr.

Í rökstuðningi verðlagsnefndar er sagt að verðhækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur. Síðasta verðbreyting var gerð 1. janúar 2017. Frá síðustu verðlagningu hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 3,60% og reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva hækkað um 7,14%. Nefndin samþykkti þessa niðurstöðu en annar fulltrúi velferðarráðherra greiddi atkvæði gegn henni.

Gróska hjá blómabændum
Fréttir 20. ágúst 2024

Gróska hjá blómabændum

Á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum hefur á undanförnum vikum verið unnið að ...

Útboð á holdagripum
Fréttir 20. ágúst 2024

Útboð á holdagripum

Nautís seldi bændum tíu hreinræktaða Angus kynbótanautgripi í sumar fyrir samtal...

Þoka hefur torveldað veiðiskap
Fréttir 19. ágúst 2024

Þoka hefur torveldað veiðiskap

Veiðitímabil á hreindýrstarfa hófst 15. júlí og hreindýrskúa 1. ágúst. Það sem a...

Allt grænmeti er seint á ferðinni
Fréttir 19. ágúst 2024

Allt grænmeti er seint á ferðinni

Allt grænmeti verður frekar seint á ferðinni í ár, en garðyrkjubændur hafa glímt...

Steypuvinna hafin við kornþurrkstöð
Fréttir 19. ágúst 2024

Steypuvinna hafin við kornþurrkstöð

Í vikunni var lokið við að steypa gólfplötuna undir kornþurrkstöðina sem eyfirsk...

Hópsýking á Rangárvöllum
Fréttir 16. ágúst 2024

Hópsýking á Rangárvöllum

Nokkur fjöldi ferðafólks, sem átti leið um Rjúpnavelli á Rangárvöllum á undanför...

Sigursæl á lánshestum
Fréttir 16. ágúst 2024

Sigursæl á lánshestum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi í Danmörku. Svíar voru ...

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent
Fréttir 15. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent

Landsmeðaltal á reiknuðu afurðaverði fyrir kíló dilkakjöts hækkar um 17 prósent ...