Íslendingar röðuðu sér í þrjú efstu sæti í fimmgangi ungmenna á Norðurlandamótinu. Frá vinstri: Matthías Sigurðsson, Védís Huld Sigurðardóttir og Hulda María Sveinbjörnsdóttir.
Íslendingar röðuðu sér í þrjú efstu sæti í fimmgangi ungmenna á Norðurlandamótinu. Frá vinstri: Matthías Sigurðsson, Védís Huld Sigurðardóttir og Hulda María Sveinbjörnsdóttir.
Mynd / Anja Mogensen
Fréttir 16. ágúst 2024

Sigursæl á lánshestum

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi í Danmörku. Svíar voru þar atkvæðamestir en íslensku ungmennin stóðu sig vel.

Mótið fór fram í Herning dagana 8.–11. ágúst. Meirihluti knapa í íslenska landsliðinu tók þátt í yngri flokkunum en af tuttugu knöpum Íslands voru eingöngu sex í fullorðinsflokki. Þar fór fremstur Þórður Þorgeirsson sem tryggði Íslandi gull í A flokki gæðinga. Sat hann Gorm fra Villanora en voru þeir efstir að lokinni forkeppni og héldu forystu í gegnum öll úrslitin og sigruðu nokkuð örugglega.

Alslemma var í úrslitum í fimmgangi í ungmennaflokki en þar röðuðu íslensku knaparnir sér í þrjú efstu sætin. Védís Huld Sigurðardóttir á Búa frá Húsavík fór „Krýsuvíkurleiðina“ að sigrinum en þau unnu sér þátttökurétt í úrslitunum í gegnum B úrslit. Matthías Sigurðsson var annar á Páfa frá Kjarri og Hulda María Sveinbjörnsdóttir þriðja á Hetju frá Árbæ en Hulda og Hetja hlutu einnig silfur í samanlögðum fimmgangsgreinum.

Í A flokki ungmenna unnu þeir glæsilegan sigur, Matthías Sigurðsson og Gustur frá Stóra-Vatnsskarði og Guðmar Hólm Ísólfsson og Sólbjartur frá Akureyri unnu silfrið. Guðmar vann síðan B flokk ungmenna á Eyvari frá Álfhólum. Ragnar Snær Viðarsson tók silfur í tölti í ungmennaflokki, Dagur Sigurðsson vann brons í unglingaflokki á gæðingavellinum og Herdís Björg Jóhannsdóttir vann silfur í slaktaumatölti í ungmennaflokki.

Flestir keppendur íslenska landsliðsins kepptu á lánshestum en einungis einn hestur var fluttur út fyrir mótið samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi hestamannafélaga.

Svíar tóku heim liðabikarinn en þeir unnu m.a. gull í 250 metra skeiði en Daníel Ingi Smárason og Hrafn frá Hestasýn voru með besta tímann. Sigurður Óli Kristinsson sigraði gæðingaskeiðið á Fjalladís frá Fornusöndum en Sigurður er búsettur í Danmörku og keppti því fyrir hönd heimamanna á mótinu.

Hópsýking á Rangárvöllum
Fréttir 16. ágúst 2024

Hópsýking á Rangárvöllum

Nokkur fjöldi ferðafólks, sem átti leið um Rjúpnavelli á Rangárvöllum á undanför...

Sigursæl á lánshestum
Fréttir 16. ágúst 2024

Sigursæl á lánshestum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi í Danmörku. Svíar voru ...

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent
Fréttir 15. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent

Landsmeðaltal á reiknuðu afurðaverði fyrir kíló dilkakjöts hækkar um 17 prósent ...

Sólheimar án  lífrænnar vottunar
Fréttir 15. ágúst 2024

Sólheimar án lífrænnar vottunar

Garðyrkjustöðin Sunna á Sólheimum er hætt ræktun á lífrænt vottuðum garðyrkjuafu...

Einokun og afleit þjónusta
Fréttir 15. ágúst 2024

Einokun og afleit þjónusta

Viðvarandi skortur á framboði á koltvísýringi hefur haft áhrif á garðyrkjuframle...

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...