Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Páll með eitt af lömbunum sem hafa komið í heiminn hjá honum í vor.
Páll með eitt af lömbunum sem hafa komið í heiminn hjá honum í vor.
Mynd / MHH
Fréttir 8. júní 2015

Heimti þrjár ær og tvo hrúta eftir tveggja ára útigang

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Það er í rauninni ótrúlegt að kindurnar séu lifandi, þrjár ær og tveir hrútar, sem ég hef ekki séð í tvö ár, hafa verið á útigangi á Grafningsafrétti allan þennan tíma, ég trúi þessu varla. 
 
Skepnurnar voru horaðar og illa haldnar þegar ég fékk þær frá Villingavatni í Grafningi en þær eru allar að koma til og munu jafna sig smátt og smátt,“ segir Páll Þorláksson, sauðfjárbóndi á Sandhóli í Ölfusi, sem fékk féð nýlega heim til sín. Páll furðar sig á hvernig kindurnar hafi getað verið svona lengi á afréttinum án þess að nokkur hafi orðið þeirra var og þrátt fyrir að þar sé smalað reglulega.
 
„Ég botna bara ekkert í þessu, þetta er mál sem þarf að taka á og fá skýringar á, þetta má ekki gerast,“ bætir Páll við. Hann vill að björgunarsveitir á viðkomandi stöðum sjái um smölun á afréttum þar sem hugsanlegur útigangur er. „Já, það er eina vitið, sveitirnar hafa öll tæki og tól og eru heppilegar í svona verkefni en að sjálfsögðu þarf viðkomandi sveitarfélag að borga fyrir vinnuna,“ segir Páll. Hann vill nota tækifærið og þakka Dýralæknaþjónustunni á Stuðlum í Ölfusi fyrir veitta aðstoð en þar eru alltaf allir boðnir og búnir til að hjálpa honum ef eitthvað er að með féð. Páll er með á þriðja hundrað fjár en sjálfur verður hann áttræður á næsta ári. 

2 myndir:

Skylt efni: útigangur

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...