Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórn síðasta starfsárs f.v. Steinþór Logi, Þuríður Lilja, Þórunn Dís, Jónas Davíð og Ísak Jökulsson en Sunna Þórarinsdóttir kom nú í stjórn í stað Þórunnar.
Stjórn síðasta starfsárs f.v. Steinþór Logi, Þuríður Lilja, Þórunn Dís, Jónas Davíð og Ísak Jökulsson en Sunna Þórarinsdóttir kom nú í stjórn í stað Þórunnar.
Mynd / Aðsend
Fréttir 9. febrúar 2023

Hlúa verði að nýliðun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðalfundur Samtaka ungra bænda (SUB) var haldinn 14. janúar síðastliðinn.

Að þessu sinni fór hann fram á Eiðum í Múlaþingi og mættu fulltrúar frá öllum landshlutafélögum. Um kvöldið var haldin árshátíð sem skipulögð var af Félagi ungra bænda á Austurlandi. Voru þetta kærkomnar samkomur eftir takmarkanir síðustu ára. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu SUB.

Ásamt hefðbundnum aðalfundarstörfum fór fram málefnavinna um málefni ungra bænda, en samtökin segja að sjaldan hafi meiri ástæða verið til að hlúa að nýliðun í landbúnaði. Dæmi um umræður voru áherslur ungra bænda í komandi endurskoðun búvörusamninga. Þar má helst nefna vilja ungra bænda til að halda í framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt en á sama tíma þurfi að tryggja betri aðgang nýliða að mörkuðum greiðslumarks en nú er.

Viðraðar voru hugmyndir þess efnis að nýliðar myndu njóta álags á opinberar stuðningsgreiðslur á fyrstu árum búskapar. Fundarmönnum þótti ljóst að nýliðunarstuðningur sem nú er dugi skammt til að framfylgja þeim markmiðum sem honum er ætlað. Því þyrfti að bæta þar við fjármagni og leita nýrra leiða til að styðja við kynslóðaskipti.

Einnig var rætt um kornrækt, ágang fugla á ræktarland, uppskeru- tryggingar, hlutdeildarlán í dreifbýli, veggirðingar og lausagöngu búfjár, afkomu mismunandi búgreina, hringrás næringarefna o.fl.

Breytingar á stjórn

Þær breytingar urðu á stjórn Samtaka ungra bænda að Þórunn Dís Þórunnardóttir lét af störfum eftir fjögur ár í stjórn og inn kom Sunna Þórarinsdóttir. Fyrir í stjórn voru Þuríður Lilja Valtýsdóttir, Ísak Jökulsson, Jónas Davíð Jónasson og Steinþór Logi Arnarsson formaður. Varastjórn er áfram skipuð Guðmundi Bjarnasyni, Helgu Rún Steinarsdóttur og Helga Valdimar Sigurðssyni. Næsti aðalfundur og árshátíð verður haldin á Suðurlandi að ári.

Skylt efni: Samtök ungra bænda

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...