Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hringrásarhagkerfi er flokkað sem hagkerfi þar sem vörur, hlutir og efni halda verðmæti sínu og notagildi eins lengi og mögulegt er.
Hringrásarhagkerfi er flokkað sem hagkerfi þar sem vörur, hlutir og efni halda verðmæti sínu og notagildi eins lengi og mögulegt er.
Mynd / www.ssne.is
Fréttir 19. ágúst 2022

Hringrásarhagkerfi Íslands styrkt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis-, orku- og loftslags- ráðuneytið úthlutaði fyrir skömmu 230 milljónum króna til 22 verkefna sem ætlað er að efla hringrásarhagkerfið á Íslandi. Hæstu styrkir sem veittir eru til einstakra verkefna eru 20 milljónir króna.

Hringrásarhagkerfi er flokkað sem hagkerfi þar sem vörur, hlutir og efni halda verðmæti sínu og notagildi eins lengi og mögulegt er. Innan kerfisins er hönnun og framleiðslu vöru þannig háttað að hún endist lengi og auðvelt er að gera við hana og endurvinna og er deiliþjónusta nýtt og neytendur endurnota vörur. Verði vara að úrgangi innan kerfisins tekur við skilvirk flokkun, söfnun og endurvinnsla sem heldur hráefnum í hringrás. Markmið hringrásarkerfisins er að draga úr auðlindanotkun, auka líftíma auðlinda og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur.

Fjölbreytt verkefni

Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni eru af margvíslegum toga og til marks um mikinn áhuga á hringrásarhagkerfinu um allt land. Heildarstyrkupphæðin var 230 milljónir króna, þar af er 141 milljón veitt vegna nýsköpunarverkefna og 89 milljónir vegna annarra verkefna.
Meðal verkefna sem ráðuneytið styrkir sem hluta af hringrásarhagkerfinu eru:

Græn efnavara úr úrgangi og útblæstri, Notkun plastúrgangs í stað kola í kísilmálms- og málmblendiframleiðslu, Endur-vinnsla á sláturúrgangi, Endurnýting byggingarefna á Íslandi og Blöndun kjötmjöls og mykju við áburðardreifingu.

Innleiðing hringrásarhagkerfis mikilvæg

Í tilkynningu vegna úthlutunar styrkjanna er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að innleiðing hringrásarhagkerfis sé mikilvægur liður í að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum.
„Það er því ánægjulegt og veitir tilefni til bjartsýni að skynja hversu mikill áhugi er á þessum málaflokki og verður áhugavert að fylgjast með framþróun þeirra verkefna sem hér hljóta styrk.“

Skylt efni: hringrásarhagkerfi

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...