Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Aðstandendur tilnefndra ræktunarbúa ársins stilla sér upp fyrir myndatöku með forsvarsmönnum Bændasamtaka Íslands og fagráðs í hrossarækt.
Aðstandendur tilnefndra ræktunarbúa ársins stilla sér upp fyrir myndatöku með forsvarsmönnum Bændasamtaka Íslands og fagráðs í hrossarækt.
Mynd / GB1
Fréttir 6. desember 2022

Hrossaræktendur verðlaunaðir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bergur Jónsson og Olil Amble voru valin Ræktunarmenn ársins 2022 á haustráðstefnu fagráðs í hrossarækt sunnudaginn 20. nóvember síðastliðinn. Þau kenna hross sín við Ketilsstaði á Völlum og Syðri-Gegnishóla í Flóa. Þetta er í sjötta sinn sem þau hljóta titilinn.

Ráðstefnan, sem var haldin í Sprettshöllinni, var vel sótt en meðal dagskrárliða var kynning Úndínu Ýr Þorgrímsdóttur dýralæknanema á rannsókn á magasárum í hrossum og erindi Þorvaldar Kristjánssonar kynbótadómara um sögu Landsmóta og þátttöku kynbótahrossa. Í framhaldi fóru gestir ráðstefnunnar yfir spurningar sem fagráð var búið að setja niður auk þess sem orðið var gefið frjálst. Var þetta byrjunin á umfjöllun sem fagráð ætlar sér að taka með í mótun á framtíðarsýn Landsmóta og aðkomu hrossaræktar og kynbótahrossa að þeim.

Allmörg verðlaun voru veitt á ráðstefnunni. Tuttugu hryssur hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, en þeim verða gerð nokkur skil í jólaútgáfu Bændablaðsins. Hans Þór Hilmarsson hlaut verðlaun fyrir að sýna það hross sem hlaut hæstu hæfileikaeinkunn án áverka þegar Sindri frá Hjarðartúni hlaut 9,38, en það er enn fremur það hross sem hæstu hæfileikaeinkunn hefur nokkru sinni hlotið (sjá nánar bls. 26). Sindri er sjö vetra gamall, undan Stála frá Kjarri og Dögun frá Hjarðartúni.

Stóðhesturinn Fróði frá Flugumýri hlaut viðurkenningu fyrir hæstu aldursleiðréttu aðaleinkunn án skeiðs, 9,14. Hann var sýndur af ræktanda sínum og eiganda, Eyrúnu Ýri Pálsdóttur. Teitur Árnason er meðræktandi og Alexandra Hoop meðeigandi. Fróði er 5 vetra undan Hring frá Gunnarsstöðum og Fýsn frá Feti.

Þá hlaut stóðhesturinn Viðar frá Skör viðurkenningu fyrir að hafa hlotið hæstu aldursleiðréttu aðaleinkunn ársins, 9,04, en það er líka það hross sem hefur hlotið hæstu aðaleinkunn nokkru sinni. Viðar er ræktaður af Karli Áka Sigurðssyni en í eigu Flemming Fast og Gitte Fast Lambertssen. Viðar 8 vetra er undan Hrannari frá Kýrholti og Vár frá Auðsholtshjáleigu. Knapi Viðars, Helga Una Björnsdóttir, var valin kynbótaknapi ársins.

Fimmtán bú voru tilnefnd til titilsins ræktunarbú ársins og hlutu aðstandendur þeirra viðurkenningu á fundinum.

Sem fyrr segir kom svo í hlut Ketilsstaða/ Syðri-Gegnishóla að bera titilinn ræktunarbú ársins 2022. Bergur og Olil státa af mögnuðum ræktunarárangri til fjölda ára. Þau standa afar faglega að sinni ræktun og öllum hliðum hennar, s.s undirbúningi hrossa, tamninga og sýningahalds. Verðlaunin í ár byggja á níu sýndum hrossum, en átta þeirra fengu fyrstu verðlaun í kynbótadómi og var aldursleiðrétt meðaleinkunn þeirra 8,21 og meðalaldur 5,8 ár. Auk einstaklingssýndra hrossa hlutu fjórar hryssur úr þeirra ræktun heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, þær Álöf og Spes frá Ketilsstöðum og Heilladís og Skjóða frá Selfossi. Þá hlutu tveir stóðhestar úr ræktun þeirra fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi en það eru bræðurnir Álfarinn og Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum en sá síðarnefndi hlaut Orrabikarinn á Landsmótinu í ár sem efsti stóðhesturinn í sínum flokki afkvæmahesta.

Þess má geta að búið hlaut einnig titilinn Keppnishestabú ársins 2022 á verðlaunahátíð Landssambands hestamannafélaga fyrr í nóvembermánuði. Í umsögn sambandsins kemur fram að hross frá búinu séu í verðlaunasætum móta um allan heim, m.a. sem landsmeistarar í Sviss og Þýskalandi og úrslitahestar á Landsmóti í mismunandi greinum.

10 myndir:

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...