Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Hrúturinn á myndinni heitir Höfðingi og á heima á Akranesi og tengist því ekki Raufarhöfn.
Hrúturinn á myndinni heitir Höfðingi og á heima á Akranesi og tengist því ekki Raufarhöfn.
Mynd / MHH
Fréttir 6. október 2023

Hrútadagurinn 7. október

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hinn árlegi Hrútadagur á Raufarhöfn verður haldinn laugardaginn 7. október.

Fyrir mörg hefur Hrútadagurinn á Raufarhöfn orðið ómissandi hluti af haustinu. Á það bæði við um íbúa svæðisins, en einnig eru dæmi um fólk, sem gerir sér gjarnan ferð landshorna á milli til að skoða hrútakostinn, sýna sig og sjá aðra.

Yfir daginn munu bændur í Norðausturhólfi bjóða lífhrúta til sölu í reiðhöllinni en þar geta góðir hrútar endað á uppboði í lok dags. Eftir að hrútasýningunni lýkur verður boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá í reiðhöllinni.

Um kvöldið verða svo haldnir tónleikar með Einari Ágúst og Bergsveini Arilíussyni ásamt hljómsveit. 

„Þetta er í átjánda skiptið, sem við höldum Hrútadaginn en þá kemur fólk saman, bændur og aðrir, og fagna haustinu í góðri stemningu hér á Raufarhöfn. Árlegir hápunktar verða á sínum stað líkt og fegurðarsamkeppni gimbra, þar sem krakkar á svæðinu mæta með sína fulltrúa, og keppni um „Búvísbikarinn“, en hann hlýtur eigandi besta lambhrútsins eftir hrútauppröðun.

Hin listagóða kjötsúpa verður á sínum stað og fulltrúar stórra og smárra fyrirtækja af svæðinu mæta með vörur sínar til sölu og kynningar,“ segir Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir Hrútadaginn.

Skylt efni: Hrútadagurinn

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...