Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hrútadagsnefndina skipa Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, afgreiðslustjóri ­Lyfju á Þórshöfn og rekstraraðili Hnitbjarga, Sigurður Þór Guðmundsson, bóndi og oddviti Svalbarðshrepps, Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri í Raufar­höfn og framtíðin og Öxarfjör
Hrútadagsnefndina skipa Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, afgreiðslustjóri ­Lyfju á Þórshöfn og rekstraraðili Hnitbjarga, Sigurður Þór Guðmundsson, bóndi og oddviti Svalbarðshrepps, Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri í Raufar­höfn og framtíðin og Öxarfjör
Fréttir 13. september 2016

Hrútadagurinn haldinn í 10. sinn á Raufarhöfn

Hrútadagurinn verður haldinn í tíunda sinn laugardaginn 1. október næstkomandi á Raufar­höfn. Sérstök hrútadagsnefnd er þegar komin á fullt við undirbúning dagsins, en í henni eru Raufarhafnarbúar sem og ungir bændur úr nágrannasveitum þorpsins. 
 
Raufarhöfn er í Norður- Þingeyjarsýslu sem er hreint svæði og má því ekki flytja fé inn á svæðið. Hins vegar hefur sala lífgimbra og hrúta verið nokkuð sterk af svæðinu enda mikið kapp lagt á flotta hrúta. Hrútadagurinn er hugsaður sem eins konar uppskeruhátíð bænda, þeim og búaliði er hóað saman og verslað með hrúta. Í ár verður Logi Bergmann kynnir og skemmtanastjóri enda þaulvanur sveitinni. 
Á staðnum verða alls konar uppákomur og allar í sveitaþema. Ull metin og spunnin, þuklað á hrútunum og keppt í stígvélakasti en það ku aðeins vera fyrir þaulvana stígvélasérfræðinga. Þá verður einnig kvöldskemmtun með afar orðheppnum hagyrðingum og almennri gleði. 
 
Þeir sem vilja fylgjast með dagskránni er bent á facebook.com/hrutadagurinn eða raufarhofn.is, þá er einnig hægt að fá upplýsingar í netfanginu hrutadagurinn@gmail.com. Eins má hringja í einhvern af hinum hressu nefndarmeðlimum. 
 

Skylt efni: Hrútadagurinn

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...