Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hvað er sýklalyfjaónæmi?
Fréttir 2. nóvember 2015

Hvað er sýklalyfjaónæmi?

Skýringarmyndin hér að ofan sýnir hvernig bakteríur geta borist frá dýrum og á matardisk neytenda. 
 
Dýrum eru gefin sýklalyf sem drepa flestar bakteríur. Ónæmar bakteríur lifa hins vegar af og geta gert mikinn óskunda. Þær geta borist beint í dýraafurðir eins og t.d. kjöt. Ef ónæmar bakteríur berast í grunnvatn eða jarðveg er hætta á að gróður verði fyrir mengun. Matvæli geta líka smitast á menguðu yfirborði, eins og skurðarbrettum. Bakteríur geta auðveldlega borist með búfjárúrgangi. 
 
Sýklalyf eru lyf sem geta eytt eða hindrað útbreiðslu baktería til að lækna sýkingar í fólki, dýrum og stundum einnig plöntum. Sýklalyf eru lyf sem nota á við sýkingum af völdum baktería. Ekki eru öll sýklalyf virk gegn öllum bakteríum. Til eru yfir 15 mismunandi flokkar sýklalyfja sem eru ólíkir hver öðrum að efnafræðilegri byggingu og virkni gegn bakteríum. Sýklalyf geta virkað gegn aðeins einni tegund baktería eða mörgum. 
 
 
Bakteríur teljast ónæmar gegn sýklalyfjum þegar ákveðin sýklalyf geta ekki lengur eytt þeim eða hindrað útbreiðslu þeirra. Sumar bakteríur búa yfir náttúrulegu ónæmi gegn ákveðnum sýklalyfjum (innra eða eðlislægu ónæmi). Það sem er meira áhyggjuefni er þegar sumar bakteríur sem sýklalyf hafa venjulega áhrif á byggja upp ónæmi vegna erfðafræðilegra breytinga (áunnið ónæmi). Ónæmar bakteríur þrífast þá þrátt fyrir inngjöf sýklalyfja og halda áfram að fjölga sér og valda þannig lengri veikindum eða jafnvel dauða. Sýkingar af völdum ónæmra sýkla geta útheimt meiri umönnun og einnig önnur og dýrari  sýklalyf sem geta haft í för með sér alvarlegri aukaverkanir.
 
Heimild: Sóttvarnastofnun ESB, ECDC
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...