Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hvað er sýklalyfjaónæmi?
Fréttir 2. nóvember 2015

Hvað er sýklalyfjaónæmi?

Skýringarmyndin hér að ofan sýnir hvernig bakteríur geta borist frá dýrum og á matardisk neytenda. 
 
Dýrum eru gefin sýklalyf sem drepa flestar bakteríur. Ónæmar bakteríur lifa hins vegar af og geta gert mikinn óskunda. Þær geta borist beint í dýraafurðir eins og t.d. kjöt. Ef ónæmar bakteríur berast í grunnvatn eða jarðveg er hætta á að gróður verði fyrir mengun. Matvæli geta líka smitast á menguðu yfirborði, eins og skurðarbrettum. Bakteríur geta auðveldlega borist með búfjárúrgangi. 
 
Sýklalyf eru lyf sem geta eytt eða hindrað útbreiðslu baktería til að lækna sýkingar í fólki, dýrum og stundum einnig plöntum. Sýklalyf eru lyf sem nota á við sýkingum af völdum baktería. Ekki eru öll sýklalyf virk gegn öllum bakteríum. Til eru yfir 15 mismunandi flokkar sýklalyfja sem eru ólíkir hver öðrum að efnafræðilegri byggingu og virkni gegn bakteríum. Sýklalyf geta virkað gegn aðeins einni tegund baktería eða mörgum. 
 
 
Bakteríur teljast ónæmar gegn sýklalyfjum þegar ákveðin sýklalyf geta ekki lengur eytt þeim eða hindrað útbreiðslu þeirra. Sumar bakteríur búa yfir náttúrulegu ónæmi gegn ákveðnum sýklalyfjum (innra eða eðlislægu ónæmi). Það sem er meira áhyggjuefni er þegar sumar bakteríur sem sýklalyf hafa venjulega áhrif á byggja upp ónæmi vegna erfðafræðilegra breytinga (áunnið ónæmi). Ónæmar bakteríur þrífast þá þrátt fyrir inngjöf sýklalyfja og halda áfram að fjölga sér og valda þannig lengri veikindum eða jafnvel dauða. Sýkingar af völdum ónæmra sýkla geta útheimt meiri umönnun og einnig önnur og dýrari  sýklalyf sem geta haft í för með sér alvarlegri aukaverkanir.
 
Heimild: Sóttvarnastofnun ESB, ECDC
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...